- Auglýsing -
Jarðkjálfti varð um þremur kílómetrum norður af Grindavík um klukkan eitt í nótt. Skjálftinn mældist nokkuð stór, eða 3,9 á stærð. Stuttu síðar fór Veðurstofunni að berast tilkynningar um að skjálftinn hafi fundist á Reykjanesskaganum.
Rúmum klukkutíma síðar höfðu um 100 eftirskjálftar fylgt. Tveir stærstu mældust 2,9 og 2,6 en sá fyrri varð um klukkan 01:17 og sá seinni tæpum tíu mínútum síðar. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni mældust síðast svo stórir skjálftar á svæðinu þann 15. maí.