Gríðarlegar breytingar hafa orðið á umhverfinu í kringum Stóra-Skógfell eftir eldgosið úr Sundhnúkagíg. Stór hluti gönguleiðarinnar frá Gíghæð að fjallinu er kominn undir hraun. Fjallið er nú umvafið hrauni á þrjá vegu. Sá sem ætlar sér að ganga á fjallið þarf að krækja fyrir hrauntungu sem teygir sig allt að kílómetra norður að Litla-Skógfelli. Fjallið liggur nú inni í tungu sem er umvafin hrauni.
![](https://www.mannlif.is/wp-content/uploads/2024/02/IMG_7705-300x225.jpg)
Breytingarnar sem hafa orðið við seinasta gos eru sláandi. Mannlíf lagði leið sína að hraunjaðrinum og norður með honum. Hraunbreiðan er áminning um þau ósköpin öll sem gengu á þegar gaus í janúar.
![](https://www.mannlif.is/wp-content/uploads/2024/02/IMG_7713-300x225.jpg)
Mynd: Reynir Traustason.
Gönguleiðin frá Gíghæð að Stóra-Skógfelli hefur notið vinsælda. Dæmi eru um að gengið hafi verið upp á Stóra-Skógfell og þaðan sem leið liggur meðfram Sundhnúkagígum og inn í Grindavík. Þessi leið er nánast öll undiir hrauni. Jarðvísindamenn spá því að enn muni gjósa á þessum slóðum í vikunni.