Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu átti fremur rólega nótt. Hæst ber stórfellda líkamsárás í austurborginni. Í morgun voru þrír lokaðir inni í fangaklefum. Ekki kemur fram í skýrslu lögreglu hvort fangarnir tengist árásarmálinu.
Alls voru 40 mál bókuð í kerfum lögreglu eftir nóttina. Flest þeirra fólust í almennu eftirliti og aðstoð við fólk.
Umferðarslys í miðborginni reyndist vera minniháttar slys og eignatjón talsvert. Ökumaður er grunaður um ölvun við akstur. Málið er í rannsókn
Annar ökumaður var handtekinn, einnig grunaður um akstur undir áhrifum. Sá var fluttur á lögreglustöð og mál hans sett í hefðbundið ferli.
Tveir menn voru handteknir grunaðir um sölu og dreifingu fíkniefna.
Skemmdarvargur var á ferð í nótt. Sá skemmdi tvær bifreiðar. Málið er í rannsókn.
Lögreglu barst tilkynning um um sinueld í Elliðaárdal. Bruninn reyndist minniháttar og var málið leyst með aðkomu slökkviliðs.