Þriðjudagur 24. desember, 2024
-0.2 C
Reykjavik

Stórhættuleg vopn í höndum óvita

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Blaðamaður Mannlífs leitaði til Árna Loga Sigurbjörnssonar, meindýraeyðis og byssusafnara í Þingeyjasýslum, eftir upplýsingum um aukningu á skammbyssueign Íslendinga en Árni Logi starfar einnig við byssuviðgerðir. Árni Logi segist hafa upplýsingar um að 70-80 þúsund byssur séu skráðar á landinu en einungis 15-20 þúsund manns með gild skotvopnaleyfi.

 

„Það er margt fullorðið fólk með skotvopnaleyfi en er hætt að skjóta og þá búið að ráðstafa sínum byssum annað,“ segir Árni Logi en hann hefur sterkar skoðanir á því hvernig leyfi eru veitt til að flytja inn skammbyssur.

„Það er alveg merkilegt að aðili sem kallar sig formann skotveiðifélags geti bara skrifað upp á það að menn geti keypt skammbyssur út á það eitt að vopnið sé fyrst og fremst hugsað til að nota í skotfimiíþróttina á löggildum og viðurkenndum skotvöllum. Ég þekki mörg dæmi þess að menn fái skammbyssur eftir þessum leiðum en láti aldrei sjá sig á þessum völlum,“ segir Árni Logi og bætir því við að hann viti til þess að um það bil 15 skammbyssur hafi verið fluttar inn til Húsavíkur og nágrennis.

„Það eru margir óvitar sem kaupa þetta. Ég bara veit það, ég umgengst þessa menn.“

„Það eru komnar byssur austur um allar sveitir og það eru ekki einu sinni virk skotfélög þar. Manni finnst þetta margt mjög skrítið.“

Hann er mjög gagnrýninn á að ekki séu strangari reglur við lýði: „Þó að þetta séu mest litlar skammbyssur, 22 kalíber. Þá eru hálfsjálfvirkar skammbyssur, 10-12 skota; þetta eru stórhættuleg vopn í höndum óvita, og það er tilfellið að það eru margir óvitar sem kaupa þetta. Ég bara veit það, ég umgengst þessa menn, og geri m.a. við byssurnar þeirra. Sumir þeirra og allt of margir eru búnir að fá skammbyssu upp í hendurnar út á það að vera meðlimir í skotfélagi en jafnframt sjást þeir aldrei á skotsvæðunum, þeir eru bara í skúmaskotum með skammbyssurnar,“ segi Árni Logi.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -