Yfirvöld í bænum Estepona á Costa del Sol-strandlengjunni létu loka 38 metra langri rennibraut eftir að fólk kvartaði yfir því að hún væri stórhættuleg. Rennibrautin var opin almenningi í einn dag áður en henni var lokað.
Tekin var ákvörðun um að loka rennibrautinni eftir að í ljós kom að fólk gat auðveldlega slasast í henni. Þá bárust yfirvöldum margar kvartanir vegna rennibrautarinnar.
Rennibrautin opnaði á fimmtudaginn og var lokað daginn eftir en þá hafði margt fólk greint frá því á samfélagsmiðlum að það hafi slasast í rennibrautinni.
Þessu er sagt frá á vef Independent. Þar segir að rennibrautin sé sú lengsta á Spáni. Hún liggur frá einni götu niður á aðra götu og átti að geta sparað fólki um 10 mínútna göngu.
https://twitter.com/TheCabrerich/status/1126847433579880451