Fimmtudagur 16. janúar, 2025
4.9 C
Reykjavik

Stórhættulegur innbrotsþjófur á 170 kílómetra hraða – Öskrandi maður í verslunarmiðstöð

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Tilkynnt var um æstan og illskiljanlegan mann sem var að reyna að komast inn á stigagang í Breiðholti. Lögreglan missti af honum. Nokkru síðar var tilkynnt um innbrot á sömu slóðum þar sem bíllyklum var stolið og bifreið húsráðanda tekin traustataki.  Innbrotsþjófurinn  ók á ofsahraða áleiðis niður í bæ með lögguna á hælunum.

Lögregla gaf ökumanni merki um að stöðva akstur sinn en hann hlýddi ekki og hófst þá eftirför. Mikil umferð var á þessum tíma og var akstur ökumanns stórhættulegur en hann ók 140-170 kílómetra hraða þar sem hámarks aksturshraði er 60 kílómetrar. Innbrotsþjófurinn er einnig grunaður um akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna. Gistir hann nú fangageymslu lögreglu í þágu rannsóknar máls og mun þurfa að svara til saka í dag, páskadag.

Maður nokkur var að snuðra við bíla  í verslunarmiðstöð. Hann var æstur og öskraði út í loftið. Lögreglan mætti á svæðið og tókst henni að róa manninn niður. Hélt hann sína leið aðeins rólegri.

Tilkynnt um aðila sem væri að panta sér drykki á skemmtistað í miðbænum en neitað svo á borga. Hann verður kærður fyrir fjársvik.

Leigubílstjóri hringdi í lögreglu og bað um aðstoð lögreglu. Farþegi í bifreið hans var svo viti sínu skertur og vissi ekki hvar hann átti heima.

Nokkuð var samkvæmishávaða í Hafnarfirði. Húsráðandi lofaði að lækka eftir að kvartað var undan hávaá í gestum. Önnur tilkynning barst  af sömu slóðum vegna tónlistar sem skar í eyru nágranna. Lögregla mætti á vettvang en þar voru húsráðendur í góðum gír að hlusta á tónleika í sjónvarpinu. Þeir lofuðu að lækka í græjunum og komst þá kyrrð.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -