Þriðjudagur 24. desember, 2024
-0.2 C
Reykjavik

Stórhuga áætlanir nýs eigenda WOW Air

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Michele Ballarin, sem keypti eignir WOW Air úr þrotabúi hins gjaldþrota flugfélags, segist vera búin að útvega fjármagn til að reka nýtt flugfélag fyrstu tvö árin. Á þessum tíma sé ætlunin að hafa 12 flugvélar í flota félagsins.

Þetta segir Ballarin í viðtali við Viðskiptamoggann. Þar segir að stefna Ballarin sé að innan 24 mánaða frá stofnun félagsins sé stefnan að vera með 10 til 12 flugvélar í rekstri. Nú þegar sé búið að tryggja 85 milljónir dollara til rekstrarins, eða sem nemur 10,5 milljöðrum króna. Sú upphæð getur farið upp í 12,5 milljarða, ef þörf er talin á því.

„Það er bara eitt sem við viljum tryggja: að það skorti ekki fé. Það er mjög mikilvægt. Það að vera með sjóð upp á 85 milljónir dala, vera íhaldssöm í fjármálum og að hafa vel herta sultaról, þá ættum við að geta forðast augljós vandamál,“ er haft eftir Ballarin.

Æltunin er að keyra flotann á Airbus vélum og hafa nýir eigendur augastað á fyrri áfangastöðum WOW, bæði í Evrópu og vestanhafs.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -