Föstudagur 3. janúar, 2025
0.8 C
Reykjavik

Stórsöngkona stefnir Óperunni

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Félag íslenskra hljómlistarmanna, FÍH, hefur fyrir hönd Þóru Einarsdóttur óperusöngkonu stefnt Íslensku óperunni vegna vangoldinna launa Þóru við uppfærslu óperunnar Brúðkaup Fígarós síðastliðið haust.

„Ágreiningurinn snýst um það hvaða samningar gilda og um túlkun samninganna sem Íslenska óperan gerði við einsöngvara í uppfærslunni á Brúðkaupi Fígarós,“ segir Þóra Einarsdóttir. „Við erum til dæmis með þak á æfingatíma og það var farið langt fram úr því í þessu tilfelli en Óperan féllst ekki á að þeim bæri að greiða okkur yfirvinnu. Við fengum heldur ekki greitt samningsbundið álag og þegar allir einsöngvarar sýningarinnar tóku sig saman og fóru með samningana til FÍH kom í ljós að það er verið að greiða söngvurum, sérstaklega ungum söngvurum, langt, langt undir taxta samnings FÍH og Íslensku óperunnar. Það veldur mér miklum áhyggjum.“

„Þetta er algör frumskógur“

Þóra segir söngvarana vera í veikri stöðu sem verktakar við fyrirtæki sem sé í raun þeirra eini starfsvettvangur á Íslandi. „Það er sambærilegt við að það væri bara einn fótboltavöllur á Íslandi og það væru einungis spilaðir fjórir leikir á ári,“ segir Þóra. „Við söngvarar eigum allt okkar undir því að fá vinnuna og það er erfitt að feta sig áfram í þessum frumskógi, sérstaklega fyrir þá sem eru að stíga sín fyrstu skref. Eins og þetta blasir við mér þá er rekstrarfyrirkomulag Íslensku óperunnar barn síns tíma og tímabært að breyta því. Það er því mjög gott að búið er að samþykkja ný sviðslistalög þar sem meðal annars er stefnt að stofnun þjóðaróperu og ég tel að þetta mál undirstriki það hversu mikil þörf er á því.

Ítarlegri umfjöllun í helgarblaðinu Mannlíf.

Lesa Mannlíf

Íslenska Óperan á sér fallega sögu. Hún sprettur úr grasrót söngvara sem bjuggu sér til starfsvettvang og færðu þjóðinni óperusýningar sem hafa auðgað menningarlífið hér. Það er því kaldhæðnislegt að nú séu það söngvarar sem bíða lægri hlut hjá fyrirtækinu sem þó hefur hundruð milljóna af almannafé á ári hverju.

„Ef við þurfum að leita til dómstóla til að ná fram rétti okkar þá verður svo að vera.“

- Auglýsing -

Ef samningar stéttarfélags okkar eiga ekki að gilda innan Óperunnar er þetta náttúrlega bara algjör frumskógur og mér finnst sorglegt að horfa upp á það að ungir söngvarar telji sig þurfa að gangast undir það að fá greitt undir viðmiðunartöxtum og þori ekki að leita réttar síns. Mér finnst það vera skylda mín að berjast fyrir réttindum söngvara og um leið að bættum rekstri Óperunnar og þess vegna finnst mér þetta mál mjög mikilvægt. Það er kominn tími til að við fáum þessa hluti í lag og ef við þurfum að leita til dómstóla til að ná fram rétti okkar þá verður svo að vera.“

Nánar er fjallað um málið í helgarblaðinu Mannlíf.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -