Sunnudagur 22. desember, 2024
-0.2 C
Reykjavik

Stórþjófnaðurinn á Teigarhorni

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Vera landvarðar á Teigarhorni spornar við steinatöku.

Ein umfangsmestu steinatökumál síðari tíma áttu sér stað á Teigarhorni við Djúpavog en þar er að finna gnægð geislasteina (zeolíta) sem eru ásamt silfurbergi frægustu skrautsteinar Íslands. Teigarhorn var friðlýst árið 1975. Árið 2009 var steinasafni Jónínu Ingvarsdóttur, ábúanda á Teigarhorni, stolið á meðan hún var stödd í höfuðborginni. Steinunum hafði safnað í 17 ár og mat hún safnið á þeim tíma á 15 milljónir króna. Málið var aldrei upplýst.

Rúnar Matthíasson, landvörður á Teigarhorni, rifjar upp að árið 2014 hafi komið upp mál þar sem Austurríkismaður var gripinn með fullan bíl af steinum úr íslenskri náttúru. Sést hafði til hans í fjörunni við Teigarhorn með haka og var lögregla kölluð til. Voru steinarnir sem hann tók úr fjörunni gerðir upptækir en Austurríkismaðurinn komst úr landi áður en hægt var að sækja hann til saka.

Rúnar segir að steinataka sé ekki lengur stórt vandamál á Teigarhorni. „Ég hef verið að stoppa af fólk í saklausum tökum þar sem það er að tína upp úr fjörum og taka það sem er laust. Einstaka sinnum krakka með fulla poka af steinum. En almennt ber fólk virðingu fyrir merkingum.“

Rúnar er einn af fáum heilsárs landvörðum á Íslandi og segir hann engan vafa á því að það sporni við steinatöku. „Ekki spurning. Ég bý hérna á staðnum og er með augun á svæðinu nánast allan sólarhringinn þannig að það fælir þá frá sem ætla sér eitthvað misjafnt“.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -