Íris nokkur tjáði sig inn á facebook hópnum 108 RVK- Hverfagrúppa um tjóni sem hún varð fyrir í gær. Svo virðist sem einhver hafi hent stóru grjóti í gluggan heima hjá henni að Langagerðisbotnlanga.
Íris telur að þetta geti hafa gerst í gær á milli kl. 08-15. Dýrfinna, sem einnig býr í hverfinu trúir því ekki að þetta hafi getað gerst í hverfinu, en nágrannar eru farnir að vera á verði og segir Þórdís nokkur: „Je minn, þið eruð við hliðina á okkur, skal ath hvort foreldrar mínir urðu varir við eitthvað í dag.“
Í morgun gerðist það svo að annar íbúi hverfisins kom að bílnum sínum í tjóni. Þá var búið að brjóta farþegarúðuna á bílnum og húddið opið. Nanna vonar að fleiri hafi ekki lent í þessu og segist vera hrædd við að hafa bílana utandyra yfir nótt í þessu ástandi.
Kristján tekur undir það og varar fólk við og segir: „Þjófavörn fer ekki í gang á sumum bílum nema að hurð sé opnuð, engin högg né brot skynjun. Þetta vita þessir vitleysingar og brjóta bara hliðarúðu og draga allt út um brotnu rúðuna.“