Föstudagur 15. nóvember, 2024
-0.1 C
Reykjavik

Strákarnir okkar sýndu frábæra takta

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ísland vann frábæran sigur á Danmörku, 30-31, í fyrsta leik sínum á EM 2020.

 

Íslenska karlalandsliðið í handbolta sigraði Dani í þrususpennandi leik í Malmö fyrr í kvöld. Var staðan í hálfleik jöfn, 15-15, en í seinni hálfleik var íslenska liðið sterkara.

„Við héldum haus allan tímann, þetta var ekki einfalt verkefni eins og gefur að skilja á móti Ólympíu- og heimsmeisturum á heimavelli, þetta var eins og þeirra heimavöllur með alla áhorfendur hér á bakvið sig nema stórkostlega Íslendinga hérna, þúsund Íslendinga sem voru að hjálpa okkur og það er ómetanlegt,“ sagði Guðmundur Guðmundsson, þjálfari liðsins í samtali við RÚV eftir leikinn, en hann var eðlilega ánægður með sigurinn.

Aron Pálmarsson þótti eiga magnaðan leik í viðureigninni við Dani, en hann skoraði tíu mörk og gaf níu stoðsendingar. Danir höfðu möguleika á að jafna stöðuna í lokasókn sinni en Björgvin Páll Gústavsson markvörður íslenska liðsins varði skot Mikkels Hansen beint úr aukakasti.

Guðmundur sagði þó mikilvægt að menn hefðu fæturna á jörðinni þrátt fyrir úrslitin, í ljósi þess að Ísland hóf síðustu tvö Evrópumót á því að vinan sterka sigra á Norðurlandaþjóðum en hafi svo verið úr leik eftir það. „Ísland hefur áður lent í því að vinna fyrsta leik á EM og síðan lent í ógöngum. Núna er það okkar að fylgja þessum leik eftir,“ sagði hann á RÚV.

Þess má geta að Ísland er með tvö stig í E-riðli líkt og Ungverjaland.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -