Laugardagur 4. janúar, 2025
-4.2 C
Reykjavik

Stríðið heldur áfram hjá SÁÁ

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Mikill styr hefur staðið um starfsemi SÁÁ að undanförnu og er búist við hörðum slag á aðalfundi samtakanna sem fer fram næstkomandi þriðjudag þegar m.a. verður kosið um nýjan formann. Tveir sækjast eftir formennsku, þeir Einar Hermannsson, stjórnarmaður í SÁÁ, og Þórarinn Tyrfingsson, fyrrverandi formaður SÁÁ og yfirlæknir á Vogi. Báðir segjast vilja skapa frið innan samtakanna. Nóg sé komið af átökum.

 Í vikunni lét Ein­ar hafa eftir sér að hann vildi skapa frið innan SÁÁ. Sagði hann samskipti sín og Þórarins jafnframt alltaf hafa verið góð og að hann gæti hugsað sér að nýta Þórarin í verkefni innan SÁÁ verði hann sjálfur kjörinn formaður. Einar sagði tíma ósættis og átaka innan SÁÁ vera liðinn. Hann sagði sitt framboð snúast um að vilja skapa gott samstarf innan SÁÁ. Það væri nauðsynlegt til að starfið gangi vel fyrir sig.

Þórarinn lýsti því einnig yfir í vikunni að hann byði sig nú fram til að stilla til friðar innan samtakanna, en hann hefur sagt í viðtali við Mannlíf að hann eigi ekki sök á átökunum innan SÁÁ. „Ég er hryggur yfir því hvernig staðan er. Ég á enga sök á því og hef hvergi komið þarna nærri á nokkurn hátt enda ekki með neitt umboð til þess. Mér finnst að það þurfi að ná sátt og sameiningu aftur í málin og vill gera mitt til þess.“

Lestu meira um málið í Mannlíf.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -