Á rúmum fjórum árum hafa sumar vörur í Krónunni hækkað talsvert. Mesta hækkunin á tímabilinu er rúm 70 prósent en tvær vörur lækkuðu í verði. Verðhækkanir á íslenskum vörum voru á bilinu 6 til 52,3 prósent, en erlendum 8,8 til 70,4 prósent.
Mannlíf skoðaði verðmun á rúmlega fjögurra ára tímabili, á matvöru. Í þetta sinn var skoðaður verðmunur hjá versluninni Krónunni. Strimillinn sem skoðaður var er dagsettur 31.12 2016. Mesta hækkunin á erlendri vöru reyndist vera 70,4 prósent á 1 lítra af Happy Day fjölvítamínsafa. Mesta hækkun á íslenskri vörur var 52,3 prósent á rifnum heimilisosti. Ein íslensk vara lækkaði um 3,2 prósent og ein erlend vara lækkaði um 20,1 prósent.
Hækkanir á erlendum vörum
Verðhækkanir á erlendum vörum voru á bilinu 8,8 til 70,4 prósent. Sé mestu hækkuninni er deilt niður á mánuði þá hækkar varan að meðaltali um 1,4 prósent á mánuði í 51 mánuð. Ein erlend vara lækkaði umtalsvert, sveppir í 250 gramma boxi. : Boxið lækkaði um 20,1 prósent.
Hækkanir á Íslenskum vörum
Verðhækkanir á íslenskum vörum voru á bilinu 6 til 52,3 prósent. Sé mestu hækkuninni deilt niður á mánuði þá hækkar varan að meðaltali um eitt prósent á mánuði í 51 mánuð. Ein íslensk vara lækkaði um 3,2 prósent það var Egils plús 2 lítrar.
Vörur sem hækkuðu mest
Erlendar vörur
Happy Day fjölvítamínsafi hækkaði um 70,4 prósent.
Gestus hvítlaukur í olíu hækkaði um 33,4 prósent.
Laukur hækkaði um 27,9 prósent.
Gestus pizza hækkaði um 20 prósent.
Íslenskar vörur
Rifinn heimilisostur hækkaði um 52,3 prósent.
Smjör 250 gr hækkaði um 39,7 prósent.
Mozzarella rifinn hækkaði um 21,6 prósent.
Smjörvi hækkaði um 19,8 prósent.
Þykkvabæjar forsoðnar kartöflur hækkuðu um 19,3 prósent.
Hér að neðan má sjá allar hækkanir og lækkanir og strimilinn
Vörur | 2016 | 2021 | Munur |
Egils plús app&bl 2L | 278 | 269 | -3.2% |
Nýmjólk | 143 | 164 | 14.7% |
Mozzarella rifinn | 365 | 444 | 21.6% |
Heimilisostur rifinn | 499 | 760 | 52.3% |
FP eldhúsrúllur | 369 | 429 | 16.3% |
Þykkvab hrásalat | 258 | 296 | 14.7% |
Smjörvi | 469 | 562 | 19.8% |
Ali bacon þykkari 1KG | 1980 | 2099 | 6.0% |
HD 100% fjölvítam 1L | 199 | 339 | 70.4% |
Bananar pr kg | 239 | 260 | 8.8% |
Pottagaldrar salvía | 431 | 458 | 6.3% |
Sveppir erl 250gr box | 349 | 279 | -20.1% |
Smjör 250gr | 214 | 299 | 39.7% |
Gestus hvítl | 299 | 399 | 33.4% |
Laukur | 86 | 110 | 27.9% |
Þykkvab forsoðnar | 476 | 568 | 19.3% |
Gestus pizza | 499 | 599 | 20.0% |