Sunnudagur 24. nóvember, 2024
-2.3 C
Reykjavik

Gífurleg verðhækkun í Nettó – VERÐKÖNNUN – Ríflega 43 prósenta hækkun

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Á rúmum tveimur árum hafa vörur í Nettó hækkað gífurlega. Mesta hækkunin á tímabilinu er rúm 43 prósent en örfáar vörur höfðu lækkað í verði á tímabilinu. Á sama tíma hafa vörur í Bónus hækkað um allt að fjórðung.

Mannlíf skoðaði verðmun á tveggja ára og tæplega þriggja mánaða tímabili, á matvöru. Að þessu sinni var skoðaður verðmunur hjá versluninni Nettó. Mesta hækkun á erlendri vöru reyndist vera 43,3 prósent, en á íslenskri vöru 30,2 prósent. Tvær íslenskar vörutegundir stóðu í stað og þrjár lækkuðu þar af tvær íslenskar.

Sjá einnig: Mikil verðhækkun í Bónus – VERÐKÖNNUN – Eggin hækkað um 25 prósent

Strimill vikunnar – Nettó

Við höldum áfram að skoða verðhækkanir í matvöruverslunum á milli ára. Í þetta sinn  strimil frá Nettó. Strimillinn er dagsettur 21.desember 2018 og er tíminn sem skoðaður er, tvö ár og tæplega þrír mánuðir.

Hækkanir voru á bilinu 1,3 prósent upp í 43,3 prósent

- Auglýsing -

Tvær vörutegundir stóðu í stað, humar án skeljar, 800 gramma poki og MS Camenbert 150 grömm. Þá lækkuðu þrjár vörur, forsoðnar kartöflur frá Þykkvabæ, lækkun um tæp fimm prósent, Príma hvítlauksduft lækkaði um 11 prósent og Duracell rafhlöður lækkuðu um rúmlega 15 prósent. Hækkanirnar á öðrum vörunum voru á bilinu 1,3 prósent upp í 43,3 prósent.

Mesta hækkunin var á Oscar humarkrafti 43,3 prósent

Mesta hækkunin var á Oscar humarkrafti eða 43,3 prósenta hækkun. Minnsta lækkunin var á Úrvals flatkökum eða 1,3 prósent. Íslenskar vörur hækkuðu á milli 1,3 prósent upp í  30,2 prósent. Erlendar vörur hækkuðu frá 5 prósentum  upp í 43,3 prósent. Flestar þessar hækkanir verð að teljast umtalsverðar á tveimur árum og tæpum þrem mánuðum. Hér að neðan má sjá allar vörurnar sem skoðaðar voru samkvæmt strimlinum, sumum varð að sleppa því þær fundust ekki á síðu netverslunar Nettó.

- Auglýsing -

Margar íslenskar vörur hækkuðu umtalsvert

Ora niðursoðnar gulrætur hækkuðu um 30,2 prósent, Sambó kúlu- súkk um 20 prósent og Íslenskt smjör, 250 grömm, um 18,2 prósent. Það vekur furðu að Camenbert osturinn frá MS hækkar ekki um krónu á meðan Höfðingi frá sama fyrirtæki hækkar um 16,3 prósent og villisveppaosturinn um 10 prósent. Ljóst er að matvöruverð á Íslandi hækkar á ógnarhraða og oft á torkennilegum forsendum. Mannlíf mun halda áfram að skoða verð hjá íslenskum matvöruverslunum í þágu neytenda.

Vara20182021Munur
Humar hátíðarsúpa 850 ML1498172913.4%
Humar án skeljar 800 gr poki499849990.0%
X-tra hvítlauksbrauð 2stk24933926.5%
Berry safadrykkur bláber 1L29937921.1%
MS nýmjólk 1L1541656.7%
Toro sósa rósapipar1891995.0%
MS höfðingi 150GR49358916.3%
Náttúra sveppir box 250GR33537911.6%
MS camenbert 150GR5195190.0%
Vorlaukur20526923.8%
Ora gulrætur smáar 400GR13919930.2%
MS villisveppaostur 150GR35939910.0%
Sambó kúlu-súkk 300GR35944920.0%
Oscar humarkraftur fond 20041973943.3%
Tómatpurre 140GR1091198.4%
Úrvals flatkökur1521541.3%
ÞB forsoðnar kartöflur 1KG599571-4.9%
MS rjómi 1/2 L5335676.0%
Príma hvítlauksduft 60G399359-11.1%
MS smjör 250GR26932918.2%
Durac.plus.power C 2stk529459-15.3%
Samtals:12805139107.9%

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -