Loksins hefði tekist að handsama strokufangann Gabriel Douane Boama sem leitað hefur verið að undanfarna daga. Talið er að félagar hans hafi hjálpað til við flótta hans. Lögreglan var með umfangsmiklar aðgerðir í gærkvöldi og nótt þar sem húsleitir voru gerðar og ökutæki stöðvuð. Þetta leiddi til þess að strokufanginn var handtekinn undir morgun. Fimm önnur voru handtekin í aðgerðum lögreglu. Þau dúsa einnig í fangageymslu lögreglu.
Flótti Doune hefur orðið til þess að lögreglan er sökuð um rasisma og vafasöm vinnubrögð. Í tvígang höfðu lögreglumenn afskipti af unglingi sem líkist Doune í útliti. Framkoma í garð unglingsins hefur verið fordæmd. Ríkislögreglustjóri neyddist til að biðja foreldra unglingsins afsökunar eftir síðara atvikið.