Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur á undanförnum dögum svipt hulunni af kynþáttafordómum sínum og stuðningsmenn hans taka heilshugar undir.
Trump hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir ummæli á Twitter þar sem hann sagði að fjórar þingkonur Demókrataflokksins, sem hafa verið mjög gagnrýnar á stefnu hans, ættu að fara aftur til heimalanda sinna ef þær væru óánægðar með ástand mála. Þrjár þessara kvenna eru fæddar í Bandaríkjunum en sú fjórða fékk bandarískan ríkisborgararétt árið 2000.
Fulltrúadeild bandaríska þingsins fordæmdi ummælin en aðeins fjórir þingmenn Repúblíkanaflokksins greiddu atkvæði gegn forsetanum.
Trump hélt á kosningafund í Norður-Karólínu í gær og þar var ekki annað að heyra en að stuðningsmenn forstans séu hæstánægðir með hin rasísku ummæli. Þegar Trump gerði eina þessara þingkvenna, Ilhan Omar, að umræðuefni tóku stuðningsmennirnir undir og kyrjuðu „sendið hana aftur [e. send her back]“.
Auk Demókrata hafa þjóðarleiðtogar og stjórnmálamen víða um heim fordæmt rasísk ummæli Trumps. Það bítur þó ekki á forsetann sem bæði þrætir fyrir að ummælin séu rasísk, þrátt fyrir augljósan rasisma, heldur hefur hann hert á árásum á þingkonurnar fjórar. Segir hann þær hatursfulla öfgamenn sem hati Bandaríkin. Má ætla að Trump sé kominn í kosningaham og taktík hans sú að reka enn harðari og grimmari kynþáttahyggju en fram til þessa.
Viðbrögð við ummælum Trump og stuðningsmanna hans hafa verið mikil líkt og sjá má hér að neðan.
We must call out those who remain silent. We must initiate impeachment proceedings to hold him accountable. And we must build an unstoppable grassroots movement that resoundingly defeats not just Trump, but complicit Republicans everywhere.
— Elizabeth Warren (@ewarren) July 18, 2019
#IStandWithIlhan and am proud to work with her in Congress.
Trump is stoking the most despicable and disturbing currents in our society. And that very hatred and racism fuels him. We must fight together to defeat the most dangerous president in the history of our country.
— Bernie Sanders (@SenSanders) July 18, 2019
On some level “send her back” sounds similar to “lock her up.” But here is how it is worse to my ears. Now they don’t even have the false pretext of alleged corrupt behavior. They are just telling an American with whom they disagree to go back to Africa.
— Brian Schatz (@brianschatz) July 18, 2019
It’s vile.
It’s cowardly.
It’s xenophobic.
It’s racist.
It defiles the office of the President.
And I won't share it here.It’s time to get Trump out of office and unite the country.
— Kamala Harris (@KamalaHarris) July 18, 2019