Laugardagur 26. október, 2024
3.4 C
Reykjavik

Stúlku bjargað úr snjóflóðinu: „Hún var skelkuð og líka köld“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Tvö stór snjóflóð féllu með skömmu millibili á Flateyri á tólfta tímanum í gærkvöldi og eitt í Súgandafirði til móts við Suðureyri. Stúlka grófst undir öðru flóðinu á Flateyri og var grafin upp af björgunarsveitarmönnum.

 

„Hún var skelkuð og líka köld,“ segir Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, í samtali við Fréttablaðið um stúlkuna sem var bjargað úr öðru flóðinu á Flateyri í nótt eftir að hafa verið föst undir því í rúman hálftíma. Flóðið féll á hús fjölskyldunnar. Móðir stúlkunnar ásamt tveimur ungum börnum komust út úr húsinu af sjálfsdáðum með því að klifra út um glugga en herbergi stúlkunnar fylltist af snjó. RÚV greinir frá því að með snjóflóðastöng hafi fundið rúm stúlkunnar og komið björgunarsveitum á sporið um hvar hún gæti verið. Björgunarsveitarmenn hafi grafið stúlkuna úr flóðinu, sem slapp án teljandi meiðsla, og var send með varðskipinu Þór til Ísafjarðar.

Flóðin tvö sem féllu á Flateyri voru stór. Steinunn Guðný Einarsdóttir, íbúi á Flateyri, sem býr í Ólafstúni, efst í bænum og rétt við snjóflóðavarnargarðana, segir í samtali við fréttastofu RÚV að krafturinn í snjóflóðunum hafi verið svo mikill að drunur hafi heyrst um allan bæinn.  Steinunn fékk símtal frá móður sinni um klukkan ellefu í kvöld um að brunaboðinn í bátnum þeirra væri farinn í gang. Maður Steinunnar var á leið út til að athuga hvað væri að „þegar hann kemur hlaupandi niður og segist hafa heyrt svaka drunur og snjófjúk koma á eftir,“ segir Steinunn í samtalinu. Hann hafi rokið í gallann og út. Steinunn hringdi þá þegar í neyðarlínuna og var í sambandi við móður sína til þess að fá frekari fréttir. „Við fáum svo fréttir af því að þetta sé búið að þurrka út höfnina og báturinn okkar og aðrir bátar séu bara horfnir,“ segir hún, en annað flóðið sem varnargarður beindi til sjávar steyptist niður í höfnina og sökkti nánast öllum flota bæjarins. Því er ljóst að tjónið er mikið.

Maður Steinunnar var enn í útkalli ásamt öðrum björgunarsveitarmönnum á Flateyri þegar Steinunni fannst mikill hvellur skella á húsinu. „Ég hringi náttúrulega í móðursýkiskasti í manninn minn og þeir fara þá strax af stað. Þeir voru þá niður frá þar sem hitt flóðið var,“ segir hún.

Mikill viðbúnaður er á svæðinu vegna flóðanna og hefur neyðarástandi verið lýst yfir. Engra er saknað vegna flóðanna og er stefnt að því að opna fjöldahjálparmiðstöð á Flateyri.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -