Miðvikudagur 15. janúar, 2025
7.8 C
Reykjavik

Stúlka týndist: „Hópur fólks varð vitni að endurfundum mæðgnanna og var þá klappað vel og innilega“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

í gær týndist lítil stúlka í Þingholtunum, hverfi sem hún þekkir sig ekki í. Stúlkan var gestkomandi þar. Móðir hennar hringdi í lögregluna um leið og hvarf stúlkunnar uppgötvaðist og lögreglan hófst tafarlaust handa við að reyna að finna hana. Þetta kemur frá í stöðuuppfærslu á Facebook hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.

Margir komu að leitinni segir lögreglan meðal annars íbúar í hverfinu og vegfarendur. Segir lögreglan það aðdáunarvert að sjá hvernig allir lögðust á eitt við að finna litlu stúlkuna. „Biðin var örugglega mjög erfið, en um klukkustund leið áður en stúlkan fannst. Hún hafði þá gengið töluverðan spöl, en það var vegfarandi sem fann stúlkuna og lét móðurina vita. Þá þegar höfðu verið gerðar ráðstafanir til að kalla út sporleitarhund og leitarflokk, en aðstoðarbeiðnin var afturkölluð þegar gleðitíðindin bárust,“ segir í tilkynningu lögreglunnar.

Lögreglan sótti stúlkuna og komu henni til móður sinnar og þar áttu sér stað sannarlegir fagnaðarfundir, sem eðlilegt er. „Hópur fólks varð vitni að endurfundum mæðgnanna og var þá klappað vel og innilega. Það var virkilega fallegt að sjá,“ segir að endingu í tilkynningunni.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -