Miðvikudagur 15. janúar, 2025
6.1 C
Reykjavik

Stúlkunafnið Kóbra samþykkt en Ailsa og Thea uppfylla ekki lagaákvæði

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Heimilt verður að skýra nýfædd stúlkubörn eiginnafninu Kóbra héðan í frá en Mannanafnanefnd kvað upp úrskurð þann 15. júní sl. og er stúlkunafnið því komið á íslenska mannanafnaskrá. Nafnið, sem nefndin segir samræmast íslensku málkerfi, tekur íslensku eignarfallsendinguna Kóbru [um Kóbru] og uppfyllir því skilyrði lagaákvæða um mannanöfn.

Bertamí, Hneta og Viðey boðleg en hvorki Tatiana né Thea 

Náð Mannanafnanefndar hafa hlotið á sex fyrstu mánuðum ársins stúlkunöfnin Amía, Arkíta, Bertamí, Egilína, Elizabeth, Estíva, Gulla, Hrafnrún, Hneta, Imma, Ingaló, Íren, Ísobel, Janey, Karlynja, Krossá, Róm, Róma, Sanný, Sturlaug, Sædóra, Venedía og Viðey. Undir fallöxi Mannanafnanefndar á fyrri hluta árs 2021 höfnuðu hins vegar stúlkunöfnin Tatyana og Tatiana, en Tatíana var samþykkt sem ritháttur nafnsins Tatjana. Eiginnöfnin Ailsa og Alaia eru ekki talin boðleg en nafnmyndirnar Alía og Alaía færast þess í stað á nafnaskrá. Stúlkunafnið Thea þykir ekki samræmast íslenskum nafnavenjum og var synjað fyrr á þessu ári.

Gormur, Sólarr og Vetur má en hvorki Aliverti né Esjarr 

Arman, Eli, Emill, Gormur, Gosi, Haron, Kuggi, Lucas, Martel, Myrktýr, Noah, Seres, Soren, Sólarr, Theo og Vetur hljóta einnig samþykki Mannanafnanefndar og hafa ný eiginnöfn drengja verið færð á íslenska mannanafnaskrá það sem af er árið 2021. Drengjanöfnin Aliverti, Alpha, Aquamann og Esjarr fá ekki hljómgrunn Mannanafnanefndar, en millinöfnin Draumland og Kvikan hreppa sæti á mannanafnaskrá.

Bryn, Logn og Kaos bætast í hóp kynhlutlausra eiginnafna

- Auglýsing -

Kynhlutlausu nöfnin Bryn, Logn og Kaos hafa einnig hlotið skráningu en Mannanafnanefnd samþykkti í lok síðasta árs kynhlutlausu eiginnöfnin Regn og Frost sem urðu þar með fyrstu kynhlutlausu íslensku eiginnöfnin. Breytingarnar samræmast lögum um kynrænt sjálfræði sem samþykkt voru á Alþingi í fyrra en kynhlutlaus nöfn eru, eins og nafngiftin gefur til kynna, ekki bundin við kyn. Er því öllum heimilt að taka upp þau nöfn sem eru á mannanafnaskrá, en samkvæmt lagabreytingu hefur kynskráning eiginnafna ekki lengur lagalegt gildi.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -