Fimmtudagur 21. nóvember, 2024
-3.4 C
Reykjavik

„Stundum líður okkur bara illa“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Bergur Snær, sonur Sigurþóru Bergsdóttur, svipti sig lífi í kjölfar þess að hafa verið beittur kynferðisobeldi. Í næsta mánuði opnar Sigurþóra Bergið Headspace, miðstöð fyrir ungt fólk þar sem því er tekið opnum örmum og á þess forsendum. Í nýjasta tölublaði Mannlífs, sem kemur út á morgun, segir Sigurþóra frá Berginu Headspace.

„Okkar hugmyndafræði og markmið var alltaf að búa til stað þar sem ungt fólk, upp að 25 ára, gæti komið og sótt sér grunnþjónustu á sínum forsendum. Komið og fengið stuðning, aðstoð og faðmlag alveg óháð því á hvaða stað það er í sínu lífi þegar hingað er komið,“ segir Sigurþóra og bendir á að  til þess að fá aðstoð innan heilbrigðiskerfisins hafi fólk þurft að vera með sjúkdóm eða einhvers konar greiningu.

„Þú þarft að vera fíkill eða með klíniskan kvíða eða annað – það verður í hið minnsta að heita eitthvað svo þú getir fengið þjónustuna. Þessu viljum við losna undan. Þó að greiningar geti verið góðar eru þær ekki okkar markmið heldur að vera til staðar og beina á réttar brautir. Þótt þú sért með kvíða þá ertu ekki endilega með klínískan sjúkdómskvíða. Þú ert ekki endilega með einhverja greinanlega röskun þó að þér líði illa. Stundum líður okkur bara illa.“

Lestu viðtalið í heild sinni hér.

Myndir / Aldís Pálsdóttir
Förðun / Björg Alfreðsdóttir, alþjóðlegur förðunarfræðingur YSL á Íslandi

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -