Fantar með hnífa og aðrir ofbeldismenn voru áberandi á höfuðborgarsvæðinu. Einn slíkur var á stjákli utan við hús í miðborginni. Hnífamaðurinn var handtekinn, afvopnaður og færður á lögreglustöð.
Árás með hnífi var gerð á svæði Mosfellsbæjarlögreglunnar í nótt. Lögreglu barst tilkynning um líkamsárás þar sem hníf hafði verið beitt. Lögregla var með mikinn viðbúnað vegna málsins. Tveir aðilar voru handteknir á vettvangi. Rannsókn málsins miðar vel og liggja málavextir fyrir. Einn var fluttur á slysadeild með stunguáverka. Ekki er vitað með ástand fórnarlambsins.
Lögregla kölluð til vegna líkamsárásar. Á leið á vettvang bárust þær upplýsingar að gerandi væri búinn að taka bifreið þess sem hann réðst á og væri á leið frá vettvangi. Ofbeldismaðurinn var stöðvaður í akstri skömmu síðar á bifreið fórnarlambsins. Hann var handtekinn, grunaður um akstur undir áhrifum áfengis og fíkniefna auk ofbeldisins.
Ökumaður stöðvaður grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna. Við afskipti lögreglu reyndi maðurinn að sleppa en var yfirbugaður og er málið í rannsókn hjá lögreglu.
Lögregla kölluð til vegna umferðarslyss. Eitthvað um slys á fólki en ástand þeirra ekki þekkt.