Karlmaður var stunginn með hnífi í heimahúsi á Kópaskeri í gærkvöldi, lögreglan fékk tilkynningu um árásina um klukkan 21 og fóru lögreglumenn frá Akureyri og Húsavík á staðinn ásamt rannróknarlögreglumönnum.
Þegar var óskað eftir útkalli sérsveitar Ríkislögreglustjóra með þyrlu, auk þess sem starfsmenn Vegagerðarinnar voru ræstir út til að opna lögreglunni leið eftir veginum, þar sem slæmt verður var og vegir ófærir að þorpinu. Fyrstu menn komu á vettvang um klukkan 22.5ö og þyrla með sérsveitarmenn lenti um klukkan 23.40.
Sá slasaði var þá þegar fluttur með þyrlunni á Sjúkrahúsið á Akureyri. Hann er þar á gjörgæsludeild og er líðan hans sögð stöðug.
Meintur gerandi, karlmaður á fimmtugsaldri, var handtekinn um klukkan eitt í nótt. Tveir aðrir voru hanteknig og var fólkið flutt í fangageymslu á Akureyri. Ljóst er að málsaðilar voru ekki allsgáðir eins og segir í færslu lögreglunnar á Norðurlandi eystra.