Föstudagur 10. janúar, 2025
2.8 C
Reykjavik

Styðja sína menn í blíðu og stríðu

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

6-0 tap gegn Sviss minnkar ekki vonir íslensks fótboltaáhugafólks.

Íslenska karlalandsliðið í fótbolta mætir Belgum, bronsliðinu af HM í sumar, á Laugardalsvelli í kvöld í þjóðakeppni UEFA. Fyrsti leikur liðsins í keppninni, þegar þeir töpuðu 6-0 fyrir Sviss um helgina, gaf ekki ástæðu til bjartsýni um gengi liðsins í þjóðakepnninni. Sparkspekingar hafa keppst við að úthúða liðinu fyrir lélega frammistöðu og eru ekki vongóðir um góða niðurstöðu í leiknum í kvöld. En hvað finnst hinum almenna stuðningsmanni liðsins um frammistöðu þess og hvaða væntingar hefur fólk til leiksins í kvöld? Mannlíf sló á þráðinn til nokkurra eldheitra aðdáenda liðsins og forvitnaðist um hvaða væntingar það fólk hefði til frammistöðu þess í kvöld.

Álfrún Pálsdóttir, ritstjóri Glamour

Álfrún Pálsdóttir, ritstjóri Glamour.

Hvernig líst þér á möguleika íslenska liðsins í kvöld?

„Þetta snýst allt um væntingastjórnun og eftir laugardaginn hef ég stillt þeim algerlega í hóf. En fyrir mér snýst fótbolti um að styðja í blíðu og stríðu þó 6-0 tap sé erfitt að kyngja. Ég hef trú á því að strákarnir gíri sig í gang.“

Heldurðu að þeir eigi möguleika á sigri?

„Það er alltaf möguleiki – eigum við ekki að segja það bara? Það getur vel verið að Belgarnir hafi horft á síðasta leik Íslands og talið sér trú um að þetta verði léttur leikur í kvöld – og strákarnir geta þá strítt þeim og sýnt úr hverju þeir eru gerðir. Er ekki ágætt að vona það bara?“

En ef þeir tapa stórt aftur hefur það áhrif á stuðning þinn við liðið?

- Auglýsing -

„Nei, það gerir það ekki. Auðvitað er skemmtilegra að halda með liði sem vinnur og það er meiri stemning. En ég persónulega þoli ekki stuðningsmenn sem sitja bara og tuða í stúkunni. Stuðningur er ekki stuðningur nema hann sé í blíðu og stríðu.“

________________________________________________________________

Páll Valsson, útgáfustjóri Bjarts

Páll Valsson, útgáfustjóri Bjarts.

Hvernig líst þér á möguleika íslenska liðsins í kvöld?

- Auglýsing -

„Ég lít svo á að við eigum sæmilega möguleika á að halda jöfnu. En þá þarf allt að ganga upp og það væri mikill sigur.“

Setti frammistaðan í Sviss ekkert strik í reikninginn í trú þinni á liðið?

„Fallið í Sviss var kannski óhjákvæmilegt og hlaut að koma, þótt það væri meira og hærra en maður reiknaði með. En hafa ber í huga að þetta er ein erfiðasta prófraun sem hægt er að hugsa sér, að mæta einu albesta landsliði heims strax eftir þetta feiknarlega tap.“

En þú hefur trú á að strákarnir rífi sig upp og nái jafntefli við bronsliðið af HM í sumar?

„Ég get ekki sagt að ég sé bjartsýnn og kalt mat segir mér að Belgarnir vinni öruggan sigur. En ég vonast auðvitað eftir betri frammistöðu en í Sviss og við megum ekki gleyma því að það er engin skömm að tapa fyrir Belgum, síður en svo.“

________________________________________________________________

Alexandra Briem, varaborgarfulltrúi Pírata

Alexandra Briem, varaborgarfulltrúi Pírata.

Hvernig líst þér á möguleika íslenska liðsins í kvöld?

„Þetta verður erfitt, en Íslenska liðið er öflugt og hefur oft sýnt það að það getur vel keppt við öflugustu fótboltalið í heimi. Það kannski bara veltur mest á því hvernig liggur á þeim. Spurning um að trúa á sigurinn.“

En ef þeir tapa stórt aftur hefur það áhrif á stuðning þinn við liðið?

„Nei, fjandakornið, þetta er okkar lið og þarf einmitt mest á stuðningi og tiltrú að halda þegar illa gengur. Það er auðvelt að halda með liði þegar allt gengur eins og í draumi. Ef við stöndum ekki með þeim þegar illa gengur, getum við þá einu sinni sagt að við séum alvöru stuðningsfólk?“

Viltu spá um lokatölur?

„Ég segi 2-1 fyrir Ísland.“

________________________________________________________________

Anna Lea Friðriksdóttir, útgefandi hjá Sölku.

Anna Lea Friðriksdóttir, útgefandi hjá Sölku

Hvernig líst þér á möguleika íslenska liðsins í kvöld?

„Ég er, til að orða það pent, hæfilega bjartsýn. Belgar eru með svakalegt lið – ég spáði þeim sigri á HM í sumar. En svo er það nú oft þannig að íslenska liðið stendur sig best á móti sterkum andstæðingum. Og þeir ættu náttúrulega að koma snarvitlausir í þennan leik eftir síðustu úrslit.“

Heldurðu að þeir eigi möguleika á sigri?

„Já, það er alltaf möguleiki á sigri í fótboltaleik!“

En ef þeir tapa stórt aftur hefur það áhrif á stuðning þinn við liðið?

„Nei, alls ekki. Í blíðu og stríðu er það ekki?“

Viltu spá um lokatölur?

„Helst ekki! En segjum 1-1 fyrir Ísland.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -