Miðvikudagur 30. október, 2024
4.5 C
Reykjavik

Stysta leiðin að gosinu er frá Höskuldarvöllum

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Stysta leiðin að gosinu í Litla-Hrút er að ganga frá Höskuldarvöllum og áleiðis að Keili. Frá upphafsstaðnum að áfangastað við gosið eru um fimm kílómetrar. Slóði er frá Oddafelli, þar sem gangan hefst, að Keili. Eftir að komið er til móts við Keili er gengið um úfið land, framhjá Litla-Keili, til að komast að gosinu við Litla-Hrút. Viðbúið er að gangan taki allt að tveimur klukkustundum.

 

Athugið að kanna fyrir brottför hvort enn er lokað að gosstöðvunum og hvernig staðan er á gosinu, hvað varðar gasmengun. Þannig er nauðsynlegt kynna sér vindáttir og forðast að ganga í reyknum og gasinu frá gosinu. Þá er nauðsynlegt að átta sig á því að gosgangurinn liggur frá Litla-Hrút og undir Keili.

Vegurinn frá Reykjanesbraut að Höskuldarvöllum er merktur Keili. Hann er mjög grófur og getur verið skaðlegur smærri bílum. Um er að ræða 10 kílómetra sem eru afar seinfarnir. Vegurinn er í einkaeigu bóndans á Vatnsleysu.

Hefðbundari leið er að leggja upp frá bílastæðinu milli Skála-Mælifells og Slögu. Ferðin hefst þá við læst hlið. Gengið eða hjólað er eftir vegslóða sem nær alla leið að Litla-Hrúti. Það ferðalag er samanlagt, fram og til baka, 20 kílómetrar. Hækkun er sáralítil. Algengast hefur verið að fara þá leið á reiðhjólum þar sem bílaumferð er bönnuð.

Aðeins eru tæpir þrír kílómetrar frá gömlu gosstöðvunum við Kistufell og að nýja gosinu.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -