- Auglýsing -
Í tilkynningu frá lögreglunni á Vestfjörðum segir að veginum um Súðavíkurhlíð verði lokað í kvöld.
Tekið er fram að veginum verði lokað í síðasta lagi klukkan hálf tíu; er það vegna hættu á ofanflóðum.
Töluverð snjósöfnun hefur verið í giljum Súðavíkur- og Kirkjubólshlíða undanfarna daga; spáð er áframhaldandi úrkomu sem og skafrenningi; stóreykst þá hættan á ofanflóðum og því er gripið til áðurnefndrar lokunar á veginum um Súðavíkurhlíð.