Fimmtudagur 23. janúar, 2025
1 C
Reykjavik

Suðurnesjamenn vilja ónytjunga í tugthúsið

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Lögreglan á Suðurnesjum leitar að þremur innbrotsþjófum sem brutust inn í vallarhúsið hjá íþróttafélaginu Njarðvík. Þaðan var stolið talsverðu magni af raftækjum og skemmdir unnar á húsnæði. Forsvarsmenn félagsins vilja ónytjungana í fangelsi.

Lögreglan biður netverja um aðstoð vegna rannsóknar málsins. Á Facebook-svæði hennar má finna myndband úr öryggismyndavélum og eru allir þeir sem telja sig þekkja til þjófanna beðnir um að hafa samband við lögregluna. Þá eru þjófarnir einnig beðnir um að gefa sig fram. „Við biðjum ykkur að skoða vel þessar myndir og athuga hvort þið þekkið eitthvað til þessara aðila. Einnig skorum við á þá sem hér eru á myndinni að gefa sig fram við lögreglu strax og skila því sem var tekið. Endilega sendið okkur skilaboð ef eitthvað er.
Vinsamlegast deilið sem víðast,“ segir í tilkyninngu lögreglunnar.

Forsvarsmenn knattspyrnudeildar Njarðvíkur birtu einnig myndbandið á svæði sínu á Facebook. Þar segir að þjófanir hafi þar stolið fartölvu, vallarhátölurum, hljóðkerfi, myndvarpa, leikjatölvu og fleiru. „Hér má sjá þrjá aðila ganga á allar dyr og glugga sem endar með því að þeir brjóta sér leið inn með því að sparka upp hurðina út á völl. Því miður eru ónytjungar á meðal vor sem eiga hvergi heima nema í tugthúsinu. Ef einhverjir kannast við þessa félaga biðlum við til fólks að upplýsa lögregluna um málið. Deilum myndbandinu áfram í þeirri von að glæpamennirnir finnast,“ segja Njarðvíkingar.

Hér að neðan fylgir myndbandið úr öryggismyndavél Njarðvíkur.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -