Fimmtudagur 21. nóvember, 2024
-7.8 C
Reykjavik

„Sumir eru búnir að vera svo lengi við völd að þeim þykir óþarfi að svara íbúum borgarinnar“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Þetta er því miður orðin lenska í borgarkerfinu, að svara ekki, að afgreiða ekki [innsk. blm. erindi og fyrirspurnir almennra borgara] og að biðjast ekki afsökunar,“ svarar Eyþór Arnalds borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks hjá Reykjavíkurborg blaðamanni vegna þess sem verður að segjast nær ótrúlegt viðbragðaleysi borgaryfirvalda við ítrekuðum fyrirspurnum ritstjórnar um verklok rafrænnar vöktunar í Grafarvogi. „En þetta þrennt þurfa menn að geta gert og að geta tekið af skarið. Sumir eru búnir að vera of lengi við völd og þykir óþarfi að svara íbúum. Menn bregðast ekki lengur við fyrirspurnum almennings. Það er vandinn í mörgum málaflokkum.“

Verkefni úthlutað 33 milljónum krónum en liggur óhreyft á borði borgarritara

Íbúar í Grafarvogi hafa margsinnis reynt að afla upplýsinga hjá borgaryfirvöldum vegna fyrirhugaðra öryggismyndavéla um helstu akstursleiðir hverfis, en tillagan hlaut yfirgnæfandi kosningu í Betri Reykjavík árið 2018. Metþáttaka var í hverfakosningu íbúa borgarinnar það sama ár og hafnaði tillagan í öðru sæti og hlaut í framhaldinu 33 milljóna króna framkvæmdastyrk sem ekki enn hefur verið nýttur og hefur féð legið óhreyft á borði borgarritara síðan 1. nóvember á síðasta ári.

Íbúar í Grafarvogi ævareiðir eftir árás á sjö ára barn: Krefjast rafrænnar vöktunar

„Þetta er því miður orðin lenska í borgarkerfinu, að svara ekki, að afgreiða ekki og að biðjast ekki afsökunar“

Borgaryfirvöldum svarafátt og fyrirspurnir falla milli þilja

Ritstjórn Mannlífs slóst í hóp áhugasamra höfuðborgarbúa um áætluð verklok og uppsetningu rafrænnar vöktunar í Grafarvogi nú í þessari viku en ábyrgir hjá Reykjavíkurborg hafa litlar upplýsingar gefið. Blaðamaður hefur reynt að ná í uppgefna tengiliði hjá borginni nú í tvo daga en virðist hafna milli þilja í upplýsingaleit hjá borginni. Í þeirri leiðu stöðu hafa íbúar hverfis einmitt mátt dúsa undanfarna mánuði. Þó svaraði skrifstofa mannréttinda- nýsköpunar og lýðræðiráðs Reykjavíkur fyrirspurn borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins í upphafi mars á þessu ári og sagði málið til meðferðar. Ekkert hefur bólað á framkvæmdum síðan.

Reyndi að ræna sjö ára stúlku: „Fór að gráta og sparkaði í punginn á honum“

- Auglýsing -

Eðlilegar áhyggjur almennra borgara þar sem ekkert bólar á svörum

Fáeinir dagar eru síðan ókunnur karlmaður reyndi að nema sjö ára gamla stúlku á brott með sér af leiksvæði í Foldahverfi og fjallaði Mannlíf um málið. Meðal efnis sem blaðamaður sendi borgaryfirvöldum í spurnarformi gegnum tölvupóst í gær sneru að því alvarlega atviki sem átti sér stað á leikvellinum í Foldahverfi; íbúar væru eðlilega uggandi og að ekkert bólaði á svörum við beiðni um rafræna vöktun. Þá lagði blaðamaður einnig fram þá spurningu hvað í raun stæði fyrir framkvæmdum og hvenær mætti reikna með að borgin réðist í uppsetningu öryggismyndavéla. Að lokum var borgin innt eftir því hvort einungis yrði um þrjár öryggismyndavélar að ræða, sem sýna umferð inn og út úr Grafarvogi eða hvort til greina kæmi að setja upp öflugri rafræna vöktun innan hverfis.

- Auglýsing -

Ábyrgir vísa hver á annan og svör borgaryfirvalda óljós

Fyrirspurn blaðamanns sem beint var til þeirra Eiríks Búa Halldórsson, verkefnastjóra hjá Reykjavíkurborg og Evu Bergþóru Guðbergsdóttur, teymisstjóra samskiptasviðs á skrifstofu Borgarstjóra og Borgarritara Reykjavíkur í gærdag var svarað á þann hátt að Reykjavíkurborg ætti í viðræðum við lögregluna á höfuðborgarsvæðinu og Neyðarlínuna. Engin frekari svör voru gefin en blaðamanni vísað áfram. „Þú gætir mögulega rætt við formann Skipulagsráðs, Pawel Bartoszek eða formann Mannréttinda-, lýðræðis- og nýsköpunarráðs, Dóru Björt Guðjónsdóttur,“ var lokasvar Evu Bergþóru Guðbergsdóttur í tölvupósti nú í gær.

“Íbúar borgarinnar eiga að láta í sér heyra í fjölmiðlum og eiga alls ekki að gefast upp“

Borgarfulltrúi styður rafræna vöktun og gagnrýnir seinkun framkvæmda

Þegar útséð var um að uppgefnir tengiliðir myndu veita frekari upplýsingar um framgang verkefnis gegnum tölvupóst leitaði blaðamaður til borgarfulltrúa í þeirri von að afla svara. Eyþór brást vel við fyrirspurn og er á þeirri skoðun að efla ætti rafræna vöktun svo tryggja megi öryggi almennra borgara enn fremur á opinberum svæðum borgarinnar. Hann segir tilkostnað við uppsetningu fleiri öryggismyndavéla á umferðarsvæðum tiltölulega lítinn og að hlutverk borgarinnar sé að vernda eigin þegna.

Hvetur íbúa til lýðræðislegra umfjallana á opinberum vettvangi

Þá segir Eyþór opna umræðu meðal almennings og lýðræðislega þátttöku borgarbúa eitt öflugasta verkfærið til að knýja fram svör og aðgerðir yfirvalda. “Íbúar borgarinnar eiga að láta í sér heyra í fjölmiðlum og alls ekki gefast upp,“ segir hann aðspurður hvað höfuðborgarbúar eigi að gera til að knýja fram úrbætur. „Ég minni að lokum á að næstu borgarstjórnarkosningar fara fram að ári liðnu,“ sagði borgarfulltrúi að lokum. Ef taka á mið af orðum Eyþórs, er því lítið annað að gera fyrir höfuðborgarbúa en að halda málefnum á lofti á opinberum vettvangi og það meðal annars með opinni umræðu gegnum íbúahópa á samskiptamiðlum.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -