Skrímslamyndin The Host var sýnd í Sundhöll Reykjavíkur á laugardaginn sem hluti af dagskrá RIFF.
Það var fjölmennt í Sundhöll Reykjavíkur á laugardaginn þegar kvikmyndin The Host eftir Bong Joon-ho var sýnd sem hluti af kvikmyndahátíðinni RIFF sem stendur nú yfir.
The Host er ein af eldri myndum Bong Joon-ho en hann vann aðalverðlaunin á Cannes hátíðinni í vor fyrir nýjustu mynd sína, Parasite, sem er líka sýnd á RIFF.
The Host er skrímslamynd sem gerist í Seoul í Suður Kóreu og sló í gegn í heimalandi sínu þegar hún kom út árið 2006.
Ljósmyndari RIFF var á staðnum og tók meðfylgjandi myndir.









Sjá einnig: Fjölmennt á opnunarhófi RIFF í gær – Sjáðu myndirnar