Þjófur gerði sig heimakominn í sundlaug á svæði miðborgarlögreglunnar. Lögregæan tólk niður skýrslu og rannsakar nú málið. Sundlaugarþjófurinn er ófundinn.
Ökumaður var handtekinn, grunaður um ölvun við akstur. Hann var látinn laus úr haldi lögreglu eftir að dregið var úr honum blóð.
Hafnafjarðalögregla fékkst aðallega við ökumenn í gærkvöld og nótt. Einn var sektaður fyrir akstur án gildra ökuréttinda og annar var staðinn að of hröðum akstri. Ökufanturinn var á 121. kílómetra hraða þar sem 80 kílómetrar á klukkustund er hámarkshraði.
Meint fórnarlamb í líkamsárás kallaði til lögreglu. Lögregla tekur niður upplýsingar um málið og rannsakar nú atvikið.
Önnur tilkynning um líkamsárás barst lögreglu. Þar var einnig um að ræða skemmdarverk. Lögregla mætti á vettvang og ræddi við aðila málsins. Skýrsla var rituð um málið.