Hinn umdeildi Brynjar Níelsson, fyrrverandi þingmaður og núverandi aðstoðamaður innanríkisráðherra, skrifaði pistil á Facebook í dag sem hann kallar Sunnudagshugverkju. Fer talar hann um það sem hann kallar meðvirkni í íslensku samfélagi.
„Meðvirkni í íslensku samfélagi er að slá öll fyrri met. Hún er orðin að einhvers konar dygðaskreytingu. Þeir sem hafa ekki sannfæringu fyrir öllum sóttvarnaaðgerðum, heimsendi vegna loftslagsvár, feðraveldinu og banni gegn blóðmerahaldi þurfa helst að sæta útilokun og bannfæringu. Fleira mætti telja.“
Vill Brynjar meina að aðeins sé leyfð ein skoðun þegar kemur að sóttvörnum.
„Það hefur bara ein skoðun verið leyfð þegar kemur að sóttvörnum. Hún er sú að fylgja tillögum sóttvarnalæknis og helst ganga lengra. Flestir í þessum hópi koma úr röðum eftirlaunamanna og opinbera starfsmanna, sem ekki hafa orðið fyrir tekjutapi vegna sóttvarnaaðgerða, heldur þvert á móti. Nú er krafan að opinberir starfsmenn fái sérstakar álagsgreiðslur vegna veirunnar. Það er eins og margir séu búnir að gleyma því að yfirvinnutaxti inniheldur álagsgreiðslur. Hugur minn er ekki aðallega hjá opinberum starfsmönnum þrátt fyrir álag þar á bæ heldur þeim sem hafa orðið fyrir tekjutapi eða misst vinnuna og lífsviðurværið.“
Þegar snýr að loftslagsmálum segir Brynjar að ofstækið hafi náð tökum í þeim efnum.
„Loftslagsmálin eru farin að bera keim af bókstafstrú. Stefnir í að efasemdarmenn verði afgreiddir eins og hverjir aðrir villutrúarmenn. Ofstækið hefur náð völdum. Það eru allir sammála um þau markmið að draga úr úrgangi og mengun sem fylgir okkur. Ástæðulaust er samt að auka fátækt og hörmungar hundruð milljóna manna um allan heim í öllu ofstækinu. Það er ekki eins og vísindin séu með allt á hreinu í þessum efnum.“
Næsta mál sem Brynjar tekur fyrir í færslu sinni er hugtakið feðraveldið. Er hann þó ekki jafn harðorður um það mál og önnur í hugvekju sinni. Má jafnvel segja að hann hafi farið nokkuð mjúkum höndum um málefnið, svona miðað við oft áður.
Soffía frænka upplifi mikið feðraveldi á sínu heimili. Kannski býr hún með einhverri lurðu. Kynin eru praktíst og hafa hagað málum eftir því hvað hefur hentað á hverjum tíma í samfélaginu til að halda heimili og koma börnum á legg. Samfélög þróast og breytast og vissulega þarf stundum smá róttækni til að koma hlutunum á stað.“Þá kemur hann aðeins inn á blóðmerahald sem hann segist þó hafa litlar skoðanir á.
„Nú er allt komið á hvolf vegna þess að einhver fór ekki að reglum við blóðmerahald og öll blóðtaka úr merum orðið að dýraníð. Þess vegna þarf að banna slíkt. Ég hef ekki sterkar skoðanir á blóðmerahaldi en get þó sagt að ef ég væri meri myndi ég frekar vilja láta taka blóð úr mér reglulega en að verða lógað. Svo hefur verið tekið úr mér blóð reglulega áratugum saman með tilheyrandi yfirliði og óþægindum. En það var faglega gert og af umhyggju. Það hlýtur að vera hægt að gera það sama í blóðmerahaldi.“
Í lokaorðunum bendir Brynjar á tilganginn með þessari hugvekju hans.