Susan Wojcicki lést í gær, föstudag, 56 ára að aldri, eftir baráttu við lungnakrabbamein.
Það var eiginmaður hennar, Dennis Troper, sem greindi frá andlátinu á samfélagsmiðlum.
Susan Wojcicki hjálpaði Google að breytast úr sprotafyrirtæki; starfrækt úr bílskúrnum hennar – yfir í risann sem fyrirtækið er í dag.
Meira en tveggja áratuga ferill hennar hjá Google byrjaði árið 1998 á heimili hennar í Kaliforníu; hún leigði stofnendum Google, Larry Page og Sergey Brin, bílskúrinn sinn á meðan þeir byggðu hina frægu leitarvél er lagði grunninn að Google-stórveldinu; Susan var ennfremur einn af fyrstu starfsmönnum Google; byrjaði á því að sjá um markaðssetningu fyrirtækisins; kleif upp metorðastigann hjá fyrirtækinu; varð hæstráðandi kvenkyns starfsmaður Google.
Árið 2014 varð Susan forstjóri YouTube; en Google keypti það árið 2006; hún hætti í því starfi í fyrra.