Föstudagur 10. janúar, 2025
2.8 C
Reykjavik

Svakaleg stikla úr seríu tvö af Handmaid’s Tale

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Nú er aðeins tæpur mánuður í að sería tvö af Handmaid’s Tale verði frumsýnd á Hulu, en ný stikla úr seríunni var frumsýnd í vikunni.

Stiklan er aðeins ein og hálf mínúta en lofar virkilega góðu fyrir seríuna, en fyrsta þáttaröðin, sem byggð er á samnefndri skáldsögu eftir Margaret Atwood, fékk glimrandi dóma og rakaði til sín verðlaunum.

Í stiklunni, sem má sjá hér fyrir neðan, sést June sleppa með hjálp Nick, en hún virðist ekki vera algjörlega frjáls eins og hún segir sjálf:

„Gilead er innra með þér.”

Maðurinn á bak við seríurnar tvær, Bruce Miller, hefur látið hafa eftir sér að sería tvö beini athygli að mæðrahlutverkinu, þá sérstaklega meðgöngu June, sem gengur einnig undir nafninu Offred, en barnið á hún með fyrrnefndum Nick. Í stiklunni segir Nick einmitt:

„Ég er að reyna að halda þér á lífi, þér og barninu.”

- Auglýsing -

Ógnvænlegasta senan er án efa þegar fjöldinn allur af ambáttum sést í snörum, bíðandi eftir aftöku virðist vera. Serían er frumsýnd 25. apríl, en eftir að hafa horft á þessa stiklu finnst okkur mjög erfitt að bíða.

Þetta er svakaleg sena!

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -