Þriðjudagur 14. janúar, 2025
8.3 C
Reykjavik

Svala um ofbeldi Margrétar og séra Georges: Eins og þau vissu hvaða börn væru auðveld bráð

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Söngkonan Svala Björgvinsdóttir hrósar bróður sínum Krumma fyrir að opna sig um ofbeldið sem hann mátti þola af hálfu séra Ágústusar Georges og Margrétar Müller.

„Ég man hve skíthrædd við þau ég var og ég fann að þau lögðu suma í einelti og aðra ekki. Það var eins og þau vissu hvaða börn væru auðveldari til að beita ofbeldi,” skrifar söngkonan Svala Björgvinsdóttir á Facebook. Tilfefnið er færsla bróður hennar Krumma Björgvinssonar þar sem hann lýsir því hvernig Séra Ágústus George, fyrrverandi skólastjóri Landakotsskóla og kennarinn Margrét Müller beittu hann ofbeldi þegar hann var barn.

„Ótrúlega sikk einstaklingar og glæpamenn. Að þetta hafi viðgengst þarna er svo sorglegt,“

Rifjar söngkonan upp tímann sem þegar hún fór sjálf í altarisgöngu í Landakotsskóla á aldursbilinu 9 til 10 ára og kennsluna í kringum hana en hún var í höndum fyrrnefnds séra Georges og Margrétar, en eins og fram hefur komið í fjölmiðlum beittu þau skötuhjú börn þar líkamlega, andlegu og kynferðislegu ofbeldi um ára og áratuga skeið. „Ótrúlega sikk einstaklingar og glæpamenn. Að þetta hafi viðgengst þarna er svo sorglegt,“ segir Svala.

Ýmsir hafa stigið fram og minnst þessara ára með óhug, þar á meðal rithöfundurinn Vigdís Grímsdóttir sem kenndi einn vetur við Landakotsskóla og blöskraði svo framkoma Margrétar í garð barnanna að hún reyndi að koma í veg fyrir hana með því að leita til skólastjórans, séra Georges, algjörlega ómeðvituð um að hann væri engu skárri.

Þá hafa skrif Krumma orðið til þess að frænka hans, leikkonan Edda Björgvinsdóttir minntist ofbeldisins í Landakotsskóla. „Ég marg reyndi að klaga í fræðsluyfirvöld þegar Róbert var þarna og þessi vonda kerling níddist á öllum börnunum í bekknum hans,” skrifaði hin ástsæla leikkona um Margréti á Facebook, en Róbert er yngri sonur hennar og Gísla Rúnars Jónssonar leikara.

Bæði Edda og Svala hafa hrósað Krumma fyrir að stíga fram og tjá sig um ofbeldið sem hann varð fyrir í æsku. „Hann bróðir minn Krummi Bjorgvinsson er hetja,” skrifar söngkonan í færslu á Facebook.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -