Fjölmiðlamaðurinn og fararstjórinn Sigvaldi Kaldalóns, oftast kallaður Svali, vill að hætt verði að flytja fréttir af Covid-tölfræði í íslenskum fjölmiðlum. Nú sé einfaldlega nóg komið og þeir þurfi að snúa sér að öðrum fréttum.
Svali virðist vera kominn með alveg nóg af kórónuveirufaldrinum enda hefur hann upplifað mjög harðar aðgerðir á Tenerife. Þar var meðal annars komið á ströngu útgöngubanni í upphafi faraldursins og hefur kórónuveiran haft mikil áhrif á atvinnutækifæri fararstjórans undanfarið.
Núna vill Svali ekki sjá meira af Covid-fréttum í íslenskum fjölmiðlum.
„Hvernig væri ef að allir fjölmiðlar tækju þá ákvörðun að hætta að greina frá smitum, innlögnum á spítala og andlátum vegna Covid. Covid.is sér bara um það. Fullt af fréttum til að segja frá sem eru sennilega allar betri en þessar Covid fréttir,“ segir Svali.