Fyrrum útvarpsmaðurinn knái og nú fararstjóri með meiru, Sigvaldi Kaldalóns betur þekktur sem Svali, er undir Stækkunargleri Mannlífs þessa vikuna.
Svala ættu flestir að kannast við, eða í það minnsta að þekkja hans þægilegu rödd, sem hljómaði í útvörpum landsmanna til margra ára.
Í lok árs 2017 var algjör kúvending í lífi Svala og fjölskyldu hans, þar sem þau ákváðu að kveðja líf sitt hér á Íslandi og flytja út til Tenerife. Í dag rekur Svali, ásamt öðrum, Tenerifeferðir sem sérhæfir sig í ferðum fyrir Íslendinga um eyjuna.
Mannlíf komst að því að Svali á sér marga drauma, mesta afrek hans þetta árið verður opinberað innan skamms og hann er hvergi nærri búinn að ná öllum sínum markmiðum.
Fjölskylduhagir? Giftur og á fimm börn.
Menntun/atvinna? Grunnskólapróf, hef mestan hluta ævinnar unnið í útvarpi en í dag rek ég ferðaþjónustu á Tenerife.
Uppáhalds Sjónvarpsefni? Ætli það sé ekki formúlan bara og svo mögulega þættir sem ég get dottið inn í af og til.
Leikari? Úff svo margir, Leo, Deniro, Sean Penn og Pacino.
Rithöfundur? Paulo Coelho.
Bók eða bíó? Sennilega bíó eða hljóðbók.
Besti matur? Ég er fyrir naut.
Kók eða Pepsí? Hvorugt.
Fallegasti staðurinn? Þórsmörk.
Hvað er skemmtilegt? Vera með fjölskyldunni á góðum degi, vera með vinum, hjóla, hlaupa og fleira í þeim dúr.
Hvað er leiðinlegt? Leiðinlegt fólk.
Hvaða flokkur? Helst enginn.
Hvaða skemmtistaður? Eru þeir ennþá til?
Kostir? Haldinn gríðarlegri víðhygli. Vil meina að það sé ótvíræður kostur 😊
Lestir? Það fyrr nefnda að mati margra.
Hver er fyndinn? Bill Burr.
Hver er leiðinlegur? Flestir á kommenta kerfinu.
Trúir þú á drauga? Auðvitað.
Stærsta augnablikið? Að verða pabbi.
Mestu vonbrigðin? Að neyðast til að fara til Íslands þegar covid skall á með hörku.
Hver er draumurinn? Á marga drauma.
Mesta afrek sem þú hefur unnið á þessu ári? Það verður opinberað síðar. Margt skemmtilegt í gangi akkúrat núna.
Ertu búin að ná öllum þínum markmiðum? Alls ekki.
Mikilvægast í lífinu? Klárlega fjölskyldan mín, konan og börnin fimm.
Þú getur lesið málið í heild sinni hér í brakandi fersku helgarblaði Mannlífs eða smellt á myndina hér fyrir neðan: