Sunnudagur 29. desember, 2024
-3.2 C
Reykjavik

Svali segir það mikil vonbrigði að hafa neyðst til að fara til Íslands

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Fyrrum útvarpsmaðurinn knái og nú fararstjóri með meiru, Sigvaldi Kaldalóns betur þekktur sem Svali, er undir Stækkunargleri Mannlífs þessa vikuna.
Svala ættu flestir að kannast við, eða í það minnsta að þekkja hans þægilegu rödd, sem hljómaði í útvörpum landsmanna til margra ára.
Í lok árs 2017 var algjör kúvending í lífi Svala og fjölskyldu hans, þar sem þau ákváðu að kveðja líf sitt hér á Íslandi og flytja út til Tenerife. Í dag rekur Svali, ásamt öðrum, Tenerifeferðir sem sérhæfir sig í ferðum fyrir Íslendinga um eyjuna.
Mannlíf komst að því að Svali á sér marga drauma, mesta afrek hans þetta árið verður opinberað innan skamms og hann er hvergi nærri búinn að ná öllum sínum markmiðum.

Fjölskylduhagir? Giftur og á fimm börn.

Menntun/atvinna? Grunnskólapróf, hef mestan hluta ævinnar unnið í útvarpi en í dag rek ég ferðaþjónustu á Tenerife.

Uppáhalds Sjónvarpsefni? Ætli það sé ekki formúlan bara og svo mögulega þættir sem ég get dottið inn í af og til.

Leikari? Úff svo margir, Leo, Deniro, Sean Penn og Pacino.

Rithöfundur? Paulo Coelho.

- Auglýsing -

Bók eða bíó? Sennilega bíó eða hljóðbók.

Besti matur? Ég er fyrir naut.

Kók eða Pepsí? Hvorugt.

- Auglýsing -

Fallegasti staðurinn? Þórsmörk.

Hvað er skemmtilegt? Vera með fjölskyldunni á góðum degi, vera með vinum, hjóla, hlaupa og fleira í þeim dúr.

Hvað er leiðinlegt? Leiðinlegt fólk.

Hvaða flokkur? Helst enginn.

Hvaða skemmtistaður? Eru þeir ennþá til?

Kostir? Haldinn gríðarlegri víðhygli. Vil meina að það sé ótvíræður kostur 😊

Lestir? Það fyrr nefnda að mati margra.

Hver er fyndinn? Bill Burr.

Hver er leiðinlegur? Flestir á kommenta kerfinu.

Trúir þú á drauga? Auðvitað.

Stærsta augnablikið? Að verða pabbi.

Mestu vonbrigðin? Að neyðast til að fara til Íslands þegar covid skall á með hörku.

Hver er draumurinn? Á marga drauma.

Mesta afrek sem þú hefur unnið á þessu ári? Það verður opinberað síðar. Margt skemmtilegt í gangi akkúrat núna.

Ertu búin að ná öllum þínum markmiðum? Alls ekki.

Mikilvægast í lífinu? Klárlega fjölskyldan mín, konan og börnin fimm.

 

Þú getur lesið málið í heild sinni hér í brakandi fersku helgarblaði Mannlífs eða smellt á myndina hér fyrir neðan:

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -