Þriðjudagur 26. nóvember, 2024
0.9 C
Reykjavik

Svali um kórónaveirusmit á Tenerife: „Auðvitað taka menn þessu mjög alvarlega“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Sigvaldi Kaldalóns, sem er vel þekktur hér á landi sem Svali, hefur verið búsettur í tvö ár á Tenerife ásamt fjölskyldu sinni, þar sem hann starfar í dag sem fararstjóri með eigið fyrirtæki.

Eins og komið hefur fram í fréttum hefur Covid19-smit verið greint þar og sjö Íslendingar eru í sóttkví á H10 Costa Adeje Palace hótelinu þar.

Sjá einnig: Kór­ónaveirusmit á Teneri­fe – Þúsund manns sagðir í sóttkví á hóteli

Í viðtali við Vísi segir Svali að auðvitað sé uggur í Íslendingum sem dvelja nú á eyjunni, en þetta sé eitthvað sem komi ekki alveg á óvart, enda eyjan mikill ferðamannastaður.

„Þetta var vitað, Tenerife er svo fjölsóttur ferðamannastaður. Sex milljónir manna koma hér á hverju ári. Þegar fréttir bárust frá Ítalíu, þá var búið að setja allt í gang á öllum spítölum hérna, og undirbúa. Aldrei spurning um hvort heldur hvenær.“

Svali segir að heilbrigðiskerfið á Spáni sé gott. „Auðvitað taka menn þessu mjög alvarlega. Heilbrigðiskerfið hér er frábært og þeir vita pottþétt hvaða þeir syngja í undirbúningnum.“

- Auglýsing -

Nánar má lesa viðtalið við Svala á Vísi.

Sjá einnig: Föst á Tenerife – „Maður veit aldrei hver er smitaður“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -