Föstudagur 22. nóvember, 2024
-4.5 C
Reykjavik

Svandís vill „úrskurða kosninguna ógilda og boða til uppkosningar í Norðvesturkjördæmi“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra og nefndarmaður í kjöbréfanefnd, telur rétt að kosningar í Norðvesturkjördæmi verði dæmdar ógildar, en þetta kemur fram í nefndaráliti hennar á vef Alþingis.

Svandísi þykir réttast að uppkosning þurfi að fara fram í Norðvesturkjördæmi.

Í morgun lauk kjörbréfanefnd Alþingis störfum, og hefur nú birt fjögur nefndarálit með tillögum í talningarmálinu í Norðvesturkjördæmi.

Svandís leggur til að öll kjörbréf fyrir utan kjörbréf Norðvesturkjördæmis teljist gild.

Ekki er ljóst hvort framkvæmdin hafi haft áhrif á kosningar.

Svandís segir í áliti sínu að ekki hafi tekist að sanna með vissu hvort annmarkar á framkvæmd kosninga í Norðvesturkjödæmi hafi haft áhrif á niðurstöðuna eða ekki:

- Auglýsing -

„Fyrir liggur að alvarlegir annmarkar voru á framkvæmd talningar í Norðvesturkjördæmi, þ.e. ótrygg varðveisla kjörgagna í opnum sal og umferð oddvita kjörstjórnar við kjörgögn í einrúmi. Eftir ítarlega rannsókn undirbúningsnefndar hefur ekki reynst unnt að staðreyna með vissu hvort þessir annmarkar höfðu áhrif á niðurstöðu kosninganna, eða ekki. Fyrir liggur jafnframt að aðeins örfá atkvæði, til eða frá, höfðu nokkuð víðtæk áhrif á niðurstöðu kosningarinnar og úthlutun þingsæta. Ekki er unnt að útiloka með vissu að framangreindir annmarkar hafi haft áhrif og annmarkarnir feli í sér brot á þeim ákvæðum kosningalaga sem ætlað er að tryggja að unnt sé að ganga úr skugga um rétta talningu og að almenningur geti treyst því að svo hafi verið. Verður því, í ljósi meginreglu um að með kosningum skuli lýðræðislegur vilji kjósenda leiddur í ljós, að úrskurða kosninguna ógilda og boða til uppkosningar í Norðvesturkjördæmi,“ segir í tillögu Svandísar.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -