Föstudagur 3. janúar, 2025
0.8 C
Reykjavik

Svartasta sviðsmyndin verður að veruleika

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Íslenskt hagkerfi stefnir hraðri leið í sitt fyrsta samdráttarskeið í 10 ár. Fall WOW air gerir það að verkum að svartasta sviðsmyndin sem teiknuð var upp í nýrri hagspá Arion banka virðist ætla að ganga eftir.

Hvert áfallið á fætur öðru rekur á fjörur íslensks efnahagslífs um þessar mundir. Vinnumarkaðurinn er í uppnámi og ef ekki semst fljótlega skellur á hrina verkfalla í apríl og maí, tap af loðnubresti miðað við útflutningstekjur í fyrra jafngildir því að ferðamönnum fækki um 124 þúsund og fall WOW air í gær er svo þyngsta höggið til þessa. Arion banki kynnti í vikunni nýja hagspá og í ljósi þeirrar stöðu sem WOW var í ákvað greiningardeild bankans að kynna tvær hagspár, eina þar sem gert er ráð fyrir að WOW lifði af og aðra þar sem WOW hyrfi af markaði. Því miður hefur síðari valmöguleikinn raungerst.

Samkvæmt spánni hafði verið gert ráð fyrir 0,8 prósenta samdrætti landsframleiðslu og fækkun ferðamanna um níu prósent hefði WOW lifað af. En með falli WOW hljóðar spáin upp á nærri tveggja prósenta samdrátt og fækkun ferðamanna um 16 prósent. Gera má ráð fyrir að þessi mikla fækkun ferðamanna hafi áhrif á störf víðar en bara hjá WOW og þeirra helstu viðskiptavinum. Ferðaþjónusta er vinnuaflsfrek atvinnugrein og fyrir hverja 110 ferðamenn hefur orðið til eitt nýtt starf. Er það mat bankans að störfum geti fækkað um allt að 2.500 á næstu 12 mánuðum. Mörg ferðaþjónustufyrirtæki standa nú þegar höllum fæti og óvíst hvort þau geti staðið af sér fall WOW ofan í fyrirséðar launahækkanir.

Góðu fréttirnar eru þær að hagkerfið er mun betur í stakk búið til að takast á við áfall nú en það var árið 2008. Skuldastaða ríkissjóðs, fyrirtækja og heimila er almennt góð og erlend staða þjóðarbúsins „ævintýraleg“ eins og Erna Björg Sverrisdóttir, sérfræðingur Arion banka, orðaði það. Þá á Seðlabanki Íslands 750 milljarða króna í hreinum gjaldeyrisforða.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -