Föstudagur 24. janúar, 2025
-0.2 C
Reykjavik

Svava samdi við Gotham en glímir við kjaftasögu: „Það var búið að breyta samningnum“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Sóknar­maður ís­lenska lands­liðsins í knattspyrnu, Svava Rós Guð­munds­dóttir, er gengin í raðir NJ/NY Got­ham í Banda­ríkjunum.

Hún var áður búin að af­þakka til­boð frá Banda­ríkjunum en var á­kveðin í að stökkva á tæki­færið ef það byðist ánýjan leik; sem og hún gerði.

Undanfarið hefur Svava þurft að slá á orðróm þess efnis að hún hefði fallið á læknis­skoðun hjá enska knattspyrnufélaginu West Ham í London, en Svava segir það ekki rétt:

„Við fórum út og þegar við komum á svæðið var samningurinn ekki eins og búið var að semja um áður en ég fór út. Það var búið að breyta samningnum um það leyti sem Got­ham kom aftur inn í myndina og þá af­þakkaði ég boð West Ham þótt samningurinn stæði enn til boða,“ sagði hún í samtali við Fréttablaðið.

Kemur fram að hjá Got­ham muni Svava leika undir stjórn Juan Car­los Amor­ós, en hún segir að hann hafi áður sýnt sér á­huga:

„Þjálfarinn á stóran þátt í þessu, enda hefur hann hefur reynt áður að fá mig til sín. Ég er búin að tala mikið við hann og er hrifin af því hvernig hann vill spila fót­bolta og var í miklum sam­skiptum við hann. Ég er mjög spennt að vinna með honum enda gerði hann frá­bæra hluti með Hou­ston Dash seinni hluta síðasta tíma­bils. Liðið er að vinna í endur­nýjun. Það er komið nýtt þjálfara­t­eymi og fjöl­margir nýir leik­menn. Það er verið að byggja upp liðið með há­leit mark­mið sem er spennandi.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -