Ný rannsókn sem birt var nýverið í Molecular Psychiatry staðfestir að svefnleysi sé arfgengt, en rannsakendur uppgötvuðu genastökkbreytingu sem ber líklegast ábyrgð á andvökunóttum.
Rannsóknarteymið, sem var leitt af Murray Stein hjá San Diego-háskóla, gerði prófanir og greindi DNA-sýni úr 33 þúsund hermönnum í rannsókninni.
Þátttakendurnir fylltu út stuttan spurningalista til að ákvarða hvort þeir ættu erfitt með svefn eður ei.
Niðurstöður rannsóknarinnar benda til að svefnleysi sé að hluta til arfgengt og sé tengt við genastökkbreytingu í sjöunda litningi.
Þá fundu rannsakendur einnig tengsl á milli svefnleysis og annarra andlegra og líkamlegra kvilla, svo sem sykursýki og þunglyndis.