Sunnudagur 24. nóvember, 2024
-1.4 C
Reykjavik

Sveinn Andri: „Þetta er bara hluti af leikriti sem ríkislögreglustjóri ákvað að setja á svið“ 

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Það var 13. desember síðastliðinn sem Landsréttur felldi úr gildi gæsluvarðhald yfir mönnunum tveimur sem hafa verið ákærðir í hryðjuverkamálinu svokallaða – eða hinu meinta hryðjuverkamáli.

Landsréttur horfði til geðmats og var niðurstaðan sú að mennirnir tveir væru ekki taldir hættulegir. Þann sama dag ákvað ríkislögreglustjóri að hækka viðbúnaðarstig sitt úr A í B, og mat greiningardeildar embættisins var það að hættustig vegna hryðjuverka væri núna á þriðja stigi af fimm á nýjum kvarða.

Þriðja stigið er skilgreint svona: „Aukin ógn. Til staðar er ásetningur og/eða geta og hugsanleg skipulagning hryðjuverka,“ eins og kemur fram á ruv.is.

Mat ríkislögreglustjóra hefur því ekkert breyst því embættið sendi í dag frá sér tilkynningu um þetta hækkaða viðbúnaðarstig; í millitíðinni hafa bæði Héraðsdómur Reykjavíkur sem og Landsréttur hafnað kröfu héraðssaksóknara um að mennirnir tveir verði á nýjan leik úrskurðaðir í gæsluvarðhald á grundvelli almannahagsmuna; þrátt fyrir að þeir hafi verið ákærðir samkvæmt hryðjuverkaákvæðinu; brot gegn því getur varðað ævilöngu fangelsi.

Verjandi annars mannsins, Sveinn Andri Sveinsson, segir þetta sýndarmennsku af hálfu ríkislögreglustjóra og bendir á að ef Landsréttur hefði talið mennina hættulega hefði dómurinn úrskurðað þá í gæsluvarðhald:

- Auglýsing -

„Þetta er bara hluti af leikriti sem ríkislögreglustjóri ákvað að setja á svið. Þeir hlupu á sig og eru núna að reyna að bjarga andlitinu. Menn lifa bara í einhverjum sýndarveruleika.“

Einar Oddur Sigurðsson er verjandi hins mannsins og hann segir sín fyrstu viðbrögð vera þau að með tilkynningunni sé verið nlása upp einhvern meiri alvarleika en efni séu til og setur spurningamerki við tímasetninguna:

„Af hverju eru þeir að gera þetta núna? Af hverju sendu þeir ekki frá sér þessa tilkynningu strax og af hverju eru þeir yfirhöfuð að senda frá sér þessa tilkynningu núna?“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -