Mánudagur 25. nóvember, 2024
-1.2 C
Reykjavik

Sveinn er látinn – Frumkvöðull, ævintýramaður, goðsögn og hetja: „Það reddast“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Sveinn Sigurbjarnarson, bílstjóri og framkvæmdastjóri á Eskifirði, er látinn eftir baráttu við krabbamein. Hann var 75 ára. Í Morgunblaðinu er honum lýst sem ferðafrömuð og ævintýramanni á Eskifirði. Svenn var sagður hálfgerð goðsögn í rútubílaheiminum.

Hann var frumkvöðull í vetrarferðum á snjó­bíl­um milli Eskifjarðar og Norðfjarðar sem hóf­ust árið 1970. Eftir snjóflóðið í Neskaupstað árið 1974 sinnti hann afar mikilvægu hlutverki í björgunarstarfi við að ferja björgunarfólk og aðra yfir Oddsskarðið. Sveinn var um tíma formaður björgunarsveitarinnar Brimrúnar á Eskifirði.

Árið 2010 kom út ævisaga Sveins en henni er lýst svo í kynningartexta: „„Það reddast“ heitir bókin en það hafa löngum verið einkunnarorð Sveins, en hann er mikill ferðafrömuður og ævintýramaður og fer sjaldnast troðnar slóðir – ef þá nokkurn tíma. Hann hefur þvælst um fjöll og firnindi, láglendi og hálendi og hjarnbreiður jöklanna með þúsundir ferðamanna og ævintýrin í þessum ferðum eru mörg og sum býsna skuggaleg. Kappinn lætur sér þó fátt um finnast, enda sagður áræðinn, jafnvel bíræfinn og ennfremur svalur í þess orðs dýpstu merkingu.“

Sveinn var frum­kvöðull í ferðaþjón­ustu á Aust­ur­landi en hann fór með fólk á fjöll og jökla allt árið í kring. Svo voru það árlegar ferðir til Færeyja en þar þekkti Sveinn vel til fólks og staðhátta. Eft­ir­lif­andi eig­in­kona Sveins er Mar­grét Óskars­dótt­ir. Þau eignuðust sam­an fjög­ur börn en tvö þeirra lét­ust ung.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -