Mánudagur 18. nóvember, 2024
-4.5 C
Reykjavik

Sveinn skipstjóri skilinn eftir í landi – Útgerðin sögð hafa ráðið mannauðsfyrirtæki til aðstoðar

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Sveinn Geir Arnarsson, skipstjóri á fyrstitogaranum Júlíusi Geirmundssyni ÍS, var skilinn eftir í landi þegar togarinn fór út í byrjun árs. Þar var um að ræða túr sem hann hefði átt að fara en þess í stað var kollegi hans, Njáll Skarphéðinsson skipstjóri, sendur út aftur þriðja túrinn í röð.

Sveinn Geir skipstjóri hefur verið ákærður fyrir brot á sjómannalögum þar sem honum er gefið að hafa haldið áfram frægum Covid-túr togarans þrátt fyrir vitneskju um fjöldasmit um borð. Þar hafa skipverjar sagt frá því að hafa verið þvingaðir til vinnu þrátt fyrir veikindin.

Það er embætti lögreglustjórans á Vestfjörðum sem gaf út ákæruna en þar var málið rannsakað eftir að fjölmörg stéttarfélög tóku sig saman og kærðu bæði skipstjórann og útgerðina vegna túrsins fræga. Nú er útlit fyrir að staða skipstjórans eftir ákæru er óljós, að minnsta kosti var hann ekki sendur út með skipinu þegar tími var kominn á hann en skipstjórarnir eru vanir að fara út annan hvern túr.

Heimildir Mannlífs herma að útgerðin sem gerir út togarann, Hraðfrystihúsið Gunnvör, hafi ráðið mannauðsfyrirtæki sér til aðstoðar til að greiða úr samskiptum við áhafnarmeðlimi skipsins og reyna að skapa aftur traust á milli aðila. Til að ræða málin hafði Mannlíf samband við Valdimar Steinþórsson útgerðarstjóra en hann lagði símtólið á í sífellu. Hið sama á við um Svein skipstjóra.

Einar Valur Kristjánsson, framkvæmdastjóri Hraðfrystihússins Gunnvarar, vildi heldur ekki staðfesta ráðningu mannauðsfyrirtæksins þegar eftir því var leitað af blaðamanni. „Ég get ekkert tjáð mig um það sem við erum að gera með mannauðsmál, því miður. Ég get ekki tjáð mig um það hverjir eru að vinna hjá mér og hvenær þeir eru að vinna, það er ekki hægt,“ segir Einar.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -