Miðvikudagur 20. nóvember, 2024
-4.5 C
Reykjavik

Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu samþykkja að leggja 800 milljónir í borgarlínu

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu hafa fallist á að leggja 800 milljónir króna í undirbúning Borgarlínunnar. Samkomulagið hefur verið undirritað af Bæjarstjórn Kópavogs, Reykjavíkur, Garðabæjar og Hafnarfjarðar.

RÚV greinir frá. Samningurinn er gerður með fyrirvara um að sama framlag komi frá ríkinu. Samkomulag að nást milli ríkis og sveitastjórnar um uppbyggingu samgangna á höfuðborgarsvæðinu til ársins 2033. Ef að samningar nást mun heildarfjárhæð verkefnisins nema um 1,6 milljarð króna. Tæknilegur og fjárhagslegur undirbúningur borgarlínunnar mun standa yfir næstu tvö ár.

„Uppbygging samgangna á höfuðborgarsvæðinu, stofnbrauta, almenningssamgangna og hjóla- og göngustíga, er afar brýnt viðfangsefni til að ná fram markmiðum um betra umferðarflæði, meira öryggi vegfarenda og til að draga úr mengun á svæðinu,“ segir í bókun sveitarfélaganna. Eins og áður segir veltur þetta á velgengni í samningaviðræðum milli ríkis og sveitarfélaga.

Hvað er Borgarlínan?

Á síðu Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu segir: „Borgarlínan er nýtt samgöngukerfi sem verður hryggjarstykkið í þróun höfuðborgarsvæðisins til ársins 2040 og lykilverkefni í samgöngum á svæðinu. Borgarlínan verður hagkvæm og vistvæn leið til að auka flutningsgetu á milli sveitarfélaganna.”

Skýringarmynd af Borgarlínunni, Mynd: ssh.is

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -