Viðtal við íslenska leikarann Sverri Guðnason er að finna í nýjasta tölublaði GQ.
Íslenski leikarinn Sverrir Guðnason er í aðalhlutverki í stórum tískuþætti sem birtist í nýjasta tölublaði af bandaríska tímaritinu GQ. Sverrir, sem er fertugur, rifjar upp æsku sína á Íslandi í viðtali sem fylgir myndaþættinum. „Það var ekkert sjónvarp á fimmtudögum, það var ekki til nægt efni til að sýna. Þannig að þá þurfti maður að gera eitthvað annað,“ segir Sverrir. Og „þetta annað“ mun hafa verið leiklist er fram kemur í grein GQ.
Þá segir hann að Ísland sé svo lítið að þó að hann sé búinn að slá í gegn í heimi leiklistar þá sé hann alveg látinn í friði af íslenskum aðdáendum. „Björk býr hérna og enginn truflar hana.“
Mynd / Instagram-síða GQ