Árið 2005 komu samhliða út bókin og heimildarmyndin Skuggabörn. Myndina fjallar um gerð bókarinnar en hana gerðu Jóakim Reynisson og Lýður Árnason í samstarfi við Þórhall Gunnarsson. Efnistökin voru fíkniefnaneysla hérlendis á þessum tíma og meðal annars skyggnst inn í líf einstaklinga sem voru í neyslu.
Nú tæpum 20 árum síðar skyggnumst við inn í líf sumra þeirra einstaklinga sem komu fram í upprunalegu útgáfunni í þáttunum Hvað varð um Skuggabörn og við bjóðum að því tilefni upp á myndina í fullri lengd.
Í þessum fyrsta þætti tekur Reynir Traustason viðtal við Kristínu Guðmundsdóttur sem kom fram í myndinni sem aðstandandi dóttur sinnar en öll börn hennar ánetjuðust fíkniefnum. Síðan myndin kom út hefur annar sonur hennar fundist látinn, sem má rekja beint eða óbeint til fíkniefnaneyslu, og annar afplánar nú fangelsisvist fyrir morðið á fyrrum sambýlismanni hennar á Spáni árið 2020.
Kristín lýsir því í þættinum þegar flutti til Spánar árið 2018 og kynntist Sverri Olsen. Lifðu þau hamingjusömu lífi og bjuggu saman. Hér segir Kristín frá því að þegar þau urðu vör við innbrotsþjóf í garðinum.
„Hann er kominn fram í stofu og situr þar í sófanum. En við sjáum ekkert hver þetta er af því að það er svo mikið myrkur. Það er labbað fyrir endann á húsinu og svo er komið aftur fram fyrir. Svo í innkeyrslunni og ég alveg „Guð minn góður, hann eyðileggur bílana eða eitthvað“ og ég hringi aftur [innskot blaðamanns: Í Neyðarlínuna] og segi að það sé innbrotsþjófur. Svo sjáum við að það kemur maður og hann heldur á gaskút. Rimlarnir voru ekki fyrir glerinu. Ég var ekki búin að læsa, ég ætlaði kannski að fara út aftur áður en ég færi að sofa því ég reykti. Ég gleymi svo að læsa rimlunum þegar við förum að sofa. Hann opnar þá og brýtur rúðina með gaskút og ræðst inn.“
Hér má sjá þáttinn í heild sinni.