Mánudagur 13. janúar, 2025
2.2 C
Reykjavik

Svona er nýja stjórnin: Willum tekur við heilbrigðisráðuneytinu – Áslaug Arna ráðherra nýsköpunar

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ríkisstjórnin nýja var kynnt til sögunnar áðan og hér að neðan má sjá hvernig ráðherralistarnir flokkanna líta út:

Ráðherralisti Sjálfstæðisflokksins:

Bjarni Benediktsson verður áfram fjármálaráðherra og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir tekur við af Guðlaugi Þór Þórðarsyni í utanríkisráðuneytinu; Guðlaugur Þór verður ráðherra umhverfis- og loftslagsmála. Þá tekur Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir við sem ráðherra nýsköpunar, iðnaðar og háskóla. Gamli refurinn Jón Gunnarsson verður dómsmálaráðherra, en Guðrún Hafsteinsdóttur tekur síðan við keflinu af Jóni eftir að átján mánuði. Flokkurinn mun líka fá stöðu forseta Alþingis.

Ráðherralisti Framsóknar:

Willum Þór Þórsson verður nýr heilbrigðisráðherra, Ásmundur Einar Daðason verður ráðherra skólamála- og barna; Lilja Dögg Alfreðsdóttir verður ráðherra viðskipta- og menningarmála og svo verður Sigurður Ingi Jóhannsson áfram samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra – nokkurs konar innviðaráðuneyti.

Ráðherralisti VG:

- Auglýsing -

Eins og allir vissu verður Katrín Jakobsdóttir áfram forsætisráðherra í nýrri ríkisstjórn; Svandís Svavarsdóttir fer úr heilbrigðisráðuneytinu og tekur við sem matvæla, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra; Guðmundur Ingi Guðbrandsson, fráfarandi umhverfisráðherra, tekur við sem félagsmála og vinnumarkaðsráðherra.

Þetta staðfesti Katrín að loknum þingflokksfundi VG.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -