Laugardagur 4. janúar, 2025
-2.2 C
Reykjavik

Svona er veðrið núna hjá John Snorra á K2 – Myndir af vettvangi leitar sem engu hefur skilað

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ekkert hefur enn sést eða heyrst til John Snorra Sigurjónssonar fjallakappa og tveggja félaga hans sem týndir eru á hinum mannskæða fjalli K 2 í Pakistan. Víðtæk leit hersins hefur staðið yfir í allan dag en því miður hefur leit til þessa engan árangur borið. Þegar þetta er skrifað er farið að dimma sem draga mun úr leitarmöguleikunum.

Gífurlegur kuldi er í fjallinu sem gerir leitina afar erfiða. Hann mælst nú allt að -75 gráður og hér að neðan má sjá myndband sem sýnir erfiðar veðuraðstæður á K 2 klukkan ríflega tíu í morgun.

Græni hringurinn er utan um svæðið sem kallast flöskuhálsinn þar sem John Snorri og félagar sáust síðast.

Pakistanski herinn hefur stýrt umfangsmikilli leit á svæðinu í gær og í dag. Þyrlur hafa verið nýttar við leitina ásamt gervihnattamyndum.

Ekkert hefur nú heyrst frá Johns Snorra í rúma tvo sólarhringa. Staðsetningartæki hans hefur ekki sent frá sér boð síðan fyrir tveimur dögum þegar hann var staddur í ríflega 8.000 metra hæð. Leit stendur enn yfir að John Snorra og félögum hans tveimur, þeim Juan Pablo Mohr og Ali Sadpara.

Gríðarlega erfiðar aðstæður eru á fjallinu, sem er eitt það mannskæðasta í heimi. Allt að 75 stiga frost er á toppnum og vindkæling. Vonast er til að félagarnir þrír komist af í þessum hrikalegu aðstæðum. Þeir eru allir þaulreyndir fjallgöngumenn og í góð formi. John Snorri er einn allra fremsti fjallgöngumaður Íslendinga og hefur sigrað flesta af hæstu tindum heims.

Fjölmargir víða um heim sitja nú á bæn og með krosslagða fingur í þeirri von að John Snorri Sigurjónsson fjallagarpur og göngufélagar bjargist ofan af hinu mannskæða fjalli.

- Auglýsing -

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -