Þriðjudagur 19. nóvember, 2024
-3.3 C
Reykjavik

Svona eru fjölástir – Þeir sem tilheyra þessum lífsstíl eru í opnu sambandi

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Polyamory, eða fjölástir, er þegar fólk er í upplýstum og meðvituðum ástarsamböndum með fleiri en einum aðila í einu. Grundvallaratriði í fjölástum eru opin samskipti. Fólk ákveður reglurnar fyrir sín sambönd í fullu samráði við alla aðra aðila sem viðkoma sambandinu. Fjölásta fólk vill aðeins fá að elska þau sem það vill á þann hátt sem það vill, án dóma samfélagsins.

Fjölást var umræðuefni síðasta þáttar Afbrigði á Stöð 2, en þeir sem tilheyra þessum lífsstíl eru ýmist í opnu sambandi eða í sambandi með nokkrum aðilum í einu.

Í þættinu ræðir Ingileifur Friðriksdóttir, þáttarstjórnandi við þau Ósk Tryggvadóttur, Ingólf Val Þrastarson og Birtu Blanco en þau kynntust í gegnum vefsíðuna OnlyFans þar sem þau selja öll kynferðislegt myndefni. Þau eru í dag öll saman í ástarsambandi og búa saman.

Parið segir að: „það er eðlilegt að makar séu með sitthvort herbergið, að hafa sinn eigin griðastað er rosalega mikilvægt upp á andlega heilsu og til að geta haldið þessu sambandi góðu,“ segir Ósk þegar Ingileif Friðriksdóttir, þáttastjórnandi sem leit við á heimili þeirra fyrir þáttinn sinn Afbrigði.

Samfélag fjölkærs fólks á Íslandi fari vaxandi. Það er enginn formlegur klúbbur eða félag fyrir fjölástir, svo það er erfitt að meta hversu margir eru í fjölsamböndum á Íslandi í dag.

Í frétt við Thomas Brorsen Smidt, kynjafræðing sem býr hér á landi segir hann:

- Auglýsing -

„það hafa hins vegar verið framkvæmdar rannsóknir erlendis. Rannsókn sem var gerð í Bandaríkjunum sýnir að um 20 prósent einstaklinga hafa einhvern tíma upplifað einhvers konar form af samþykktu „non-monogamy“, sem getur verið allt frá trekanti til fjölsambands þar sem þrír aðilar búa saman (e. triad). Aðrar rannsóknir gefa til kynna að um fjögur til fimm prósent Bandaríkjamanna séu í fjölsambandi hverju sinni.“

Hér er hægt að lesa meira um fjölástir. Viðtal við Lárus.

Fjölástir- hvað er nú það?

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -