Fimmtudagur 24. október, 2024
2.6 C
Reykjavik

Svona eyðir þú Facebook-síðunni þinni

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Í ljósi nýjustu fregna af fyrirtækinu Cambridge Analytica og hvernig það notfærði sér persónuupplýsingar milljóna notenda Facebook í Bandaríkjunum í pólitískum tilgangi, hafa margir notendur samfélagsmiðilsins um allan heim velt fyrir sér hvort best væri að hætta alfarið á Facebook.

En það getur verið erfitt að segja skilið við samfélagsmiðilinn, eins og fréttavefur Huffington Post fjallar um. Í umfjölluninni er talað við Serge Egelman, yfirmann rannsókna hjá Berkeley Laboratory for Usable and Experimental Security, fyrirtæki sem er tengt Kaliforníuháskóla. Hann segir að Facebook geri ýmislegt til að halda notendum sínum.

Þar sem aðaltekjuliður Facebook sé að safna gögnum um fólk hefur fyrirtækið unnið að því að gera notendum samfélagsmiðilsins erfitt að eyða síðu sinni, eða prófíl, að sögn Serge. Er það reyndar tekið fram að þegar eitthvað er birt á internetinu þá sé ekki hægt að eyða því hvort sem er. Fram að árinu 2007 eyddi Facebook ekki út notendaupplýsingum þó að notendur eyddu síðum sínum. Þeir gerðu notendasíðurnar einfaldlega óvirkar, sem þýddi að notendur gætu auðveldlega skráð sig á Facebook á nýjan leik og fengið allar upplýsingar um sig til baka, sem og myndir og myndbönd sem notendur höfðu birt. Árið 2008 byrjaði Facebook að bjóða uppá varanlega eyðingu á síðum.

Margir nota samfélagsmiðla til að birta myndir úr daglega lífinu, svo sem af matnum sem þeir borða.

Í dag eru því tveir kostir í boði fyrir notendur Facebook: að gera síðu eða prófíl óvirkan, þannig að notandi geti snúið aftur á Facebook og haldið öllu efni sínu, eða eyðing, sem eyðir notenda og öllum gögnum um hann úr gagnabanka Facebook. Einfalt er að óvirkja prófílinn sinn en öllu erfiðara er að eyða honum alfarið úr kerfinu.

Til að eyða prófíl algjörlega þarf að hafa samband við Facebook og fara í gegnum margskipt og tímafrekt ferli. Síðan þarf notandi að bíða í tvær vikur eftir að beiðni um eyðingu er í vinnslu. Ef notandi hins vegar skráir sig inn á Facebook á þessu tveggja vikna tímabili, gengur eyðingin til baka og hann þarf að byrja uppá nýtt.

Bent er á í greininni að það sé í raun til þriðji valkostur sem er að gera ekki neitt. Einfaldlega að hætta að skrá sig inn á Facebook. Telur Serge að það gerist oft.

Facebook svaraði ekki fyrirspurn blaðamanns Huffington Post um hve margir notendur hefðu óvirkjað eða eytt síðum sínum við vinnslu greinarinnar.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -